Díselmótorar
Mig langar til að benda mönnum á að möguleiki er á að umbreyting verði í flugheiminum á næstu misserum á smærri vélum með nýrri tegund mótora. Þetta eru bullumótorar sem koma til með að ganga fyrir JET A1 og eru í raun dísil mótorar. Ég er enginn mótorsérfræðingur en ég held að það komi til með að skipta miklu máli fyrir almannaflug að geta notað eldsneyti sem er rúmlega helmingi ódýrara, og þar að auki brenna þeir minna magni, þannig að t.d. C-182 sem mótorinn hefur verið prófaður á var með flugþol upp á 6 tíma með AVGAS, er kominn með 9 tíma flugþol (ekki ábyrgar tölur). Búið er að gefa JAR certificate á framleiðsluna á einum mótor sem er þróaður af Frökkum, (Renault) og heitir þetta fyrirtæki SMA. Það er reyndar kominn tími á að ný tækni sé notuð í flugvélum því að eins og menn vita þá eru bensínmótorarnir sem við erum að nota í dag hönnun síðan um 1940, og það sem meira er að þeir hafa svo til ekkert breyst á þeim tíma. Látið nú gammin geysa. Nánari upplýsingar á http://www.smaengines.com