Airbus A320 Airbus A320 vélin var stór þáttur í aukinni velgengni Airbus verksmiðjanna sem framleiðandi farþegaflugvéla. Vélin, sem er 150 sæta, er fyrirrennari fjölskyldu sem saman stendur af fjórum tegundum, A318, A319, A320 og A321.

A320 er líklega frægust fyrir að vera fyrsta farþegaflugvélin sem var með “Fly-by-Wire” stýrikerfi, þar sem stjórnskipanir flugmannsins eru fluttar til stjórnflatana með rafboðum. Helsti kostur þessa kerfis, fyrir utan örlítin sparnað í þyngd, er að fluginu er stjórnað af tölvu. Tölvan passar upp á það að flogið sé innan takmarka vélarinnar, og gerir það að verkum að flugvélinni sé ekki misboðið á nokkurn hátt, hvað varðar G-takmörkun, hámarks hraða og áfallshorn (ekki hægt að ofrísa vélinni). Það sem gerir A320 vélina einnig merkilega er fullkominn stjórnklefi, sem er m.a. með 6 EFIS litaskjám og stýripinna í stað venjulegs flugvélastýris. Tvær tegundir af hreyflum bjóðast með nýjum vélum, CFM56 og IAE V2500.

Hönnun A320 hófst í mars 1982, en vélinn var fyst flogið 22. febrúar 1987 og 26. febrúar 1988 fékk hún fyrst lofthæfiskírteini. Air France fékk fyrstu vélina afhenta í mars 1988.

Fyrsta útgáfa A320 er A320-100, en aðeins nokkur eintök voru smíðuð af þeirri vél. A320-200 vélin fékk lofthæfiskírteini í nóvember 1988, en hún er með hærri hámarks flugtaksmassa, meira drægi og vængla. A319 vélin er styttri útgfáfa A320 og A321 lengri. A318 er ekki enn kominn í loftið en hún er styst af þeim öllum og tekur rétt um 100 farþega, hugsuðu sem “Regional” vél (stuttir innanlands leggir - ekki þó á Íslandi).

A320 vélin er sambærileg Boeing 757 í stærð og afköstum, en einn af stórum kostum A320 fjölskyldunar er að flugfélag getur verið með flota af vélum í mismunandi stærðum, en flugmenn, flugvirkjar og flugliðar þurfa aðeins eina tegundaráritun. Flugleiðir hafa í 10 ár verið með 737 og 757, en þótt vélarnar séu frá sama framleiðanda þar sinhvorta áritunina á vélarnar. Nokkur ókostur þar.

Hér kemur smá tölfræði:


Hreyflar:
Tveir:
111.2 kN til 120.1 kN (2527,000 lb) CFM International CFM565A1 turbofans eða
118 kN (26,500 lb) CFM565A3s eða
120 kN (27,000 lb) 5B4s, eða
113.4 kN (25,500 lb) International Aero Engines IAE V2500A1 eða
117.9 kN (26,500 lb) V2500A5s.


Afköst
A320-200
Hámarks farflugshraði 903 km/klst (487 kt) í 28,000 fetum.
Hagstæðasti farflugshraði 840 km/klst (454 kt) í 37,000 fetum.
Drægi með 150 farþega og varaeldsneyti:

CFM56s
4843 km (2615 nm) eða
5639 km (3045 nm) eða
5278 km (2850 nm);

V2500s
4874 km (2632 nm) eða
5463 km (2950 nm) eða
5676 km (3065 nm).


Vigtar
A320-200
Þurravigt:

V2500s
42,220 kg (93,079 lb);

CFM56s
42,175 kg (92,980 lb).


Hámarks flugtaksvigt fyrir báðar tegundir
73,500 kg (162,040 lb) eða
75,500 kg (166,445 lb) eða
77,000 kg (169,755 lb).


Mál
Span vængsins 33.91 m
Lengd 37.5 m
Hæð 11.8 0m
Flatamál vængsins 122.4 m2


Geta
Tveir flugmenn.
Aðal farþegarýmið getur tekið allt að 179 farþega (Sardine Configuration). Í dæmigerðri tvegga klassa uppsettningu er flugvélinn með 12 farþega á fyrsta farrými, 4 í röð og 138 farþega á almennu farrými, 6 í röð. Vélin getur tekið 7 fraktgáma.

Framleiðsla
A320: Pantanir 1072, þar af 674 afhentar.


Ég vona að þið hafið haft gaman af þessari lesningu.

Kveðja,
deTrix