Fokker Dr. I
Ein frægasta flugvél Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld var Fokker Dr. I. Hún þótti frábærlega lipur í einvígjum í lofti. Aðeins voru þó framleidd 300 stk. vegna vandamála við vængjagerðina. Hún var eina þrí-þekja þjóðverja í stríðinu. Frægð hennar var m.a. tengd Richthofen-flugsveitinni, en von Richthofen barón fór fyrir henni. Annar frægur flugkappi sem flaug þessari þríþeku var Werner Voss og skaut hann niður 20 óvinavélar á fyrstu fimm dögunum eftir að hann fékk vélina, áður en hann var sjálfur skotinn niður þann 2.sept 1917. Þá hafði hann skotið niður alls 48 vélar. Von Richthofen var skotinn niður 21. apríl 1918. Þá hafði hann skotið niður 80 óvinaflugvélar. Fokker sem framleiddi vélina var Hollendingur sem starfaði fyrir þjóðverja, hann hannaði og framleiddi flestar bestu flugvélar Þjóðverja í fyrra stríði. Eftir styrjöldina fór hann aftur til Hollands og stofnaði þar Fokker verksmiðjurnar sem framleiða m.a. Fokker vélarnar sem Flugfélag Íslands notar, góðar og traustar vélar.