Sælir félagar.
Um daginn fékk hugmynd (aldrei þessu vant), um fjarnám hjá Flugskóla á Íslandi. Mig vantar viðbrögð við þessari hugmynd minni. Ég vil gera smá könnun á þessu, og vil biðja ykkur að koma þessu á framfæri við alla þá sem þið þekkið og ekki þekkið. Þetta byggist á því að geta “stúderað” það nám sem okkur öllum er svo annt um, í ró og næði heima í stofu (fyrir þá sem hafa þann lúxus), drukkið sitt kaffi og fengið sér “sígó”. Námið tæki mjög sennilega eitthvað lengri tíma, en þar á móti gæti maður unnið með námi, sinnt sinni konu/karli, verið í beinu sambandi við kennara og fengið verkefni og þau svör við þeim spurningum sem maður spyr og virkilega krufið námið til mergjar. Eins og málin standa í dag sýnist mér á öllu að þetta nám, eins og það er dag, verði í sama formi og FAA, sem gefur allar sínar Q&A út, fyrir þá sem vilja. Þær spurningar sem komnar eru út, í Evrópu, frá öllum þeim sem hafa þeytt JAA ATPL prófið erlendis ættu að koma sér vel. Það eru gefnir út geisladiskar í nánast sama formi og Gleim frá U.S.A. þar sem koma fram allar þær Q&A sem mundnar hafa verið úr prófum.
www.pilotwarehouse.co.uk
www.oxfordaviation.net
www.transair.co.uk
Á þessum vefsíðum er hægt að nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar um Q&A og fjarnám. Af hverju ekki á Íslandi. Mig vantar tölur…
einstein:)