Valkyrjan er sjálfsagt með dýrari tilraunum Bandaríska hersins og NASA til að smíða sprengjuvél sem kæmist á þrefaldan hljóðhraða. Árið 1959 var engin flugvél til sem náði slíkum hraða eða var af þeirri stærð sem verkefnisútboð sagði til um. Verkefnið komst lítið á skrið fyrr en 1964 þegar fyrsta vélin (eintak nr 2 reyndar, þrjú eintök voru plönuð, fyrsta eintak var fyrir loftgöng, þriðja eintak var aldrei smíðað vegna fjárskorts) var dregið úr flugskýli við mikla aðdáun áhorfenda sem höfðu aldrei séð slíka furðusmíð. Þetta ár var vélinni flogið nokkur tilraunaflug sem gáfu góða raun fyrir utan slys sem átti sér stað 1966 þegar Starfighter orustuþota lenti í loftflæðina frá Valkyrjunni og rakst í vélina, sem olli því að báðar vélar skullu til jarðar. Tilraunaeintaki 1 var lítillega breytt í kjölfarið og flogið rúmlega 30 tilraunflug á vegum NASA eftir að herinn dró sig úr verkefninu. Þann 4 febrúar árið 1969 var Valkyrjunni flogið í seinast sinn til Flugsafnsins á Wrigley Field í Dayton, Ohio þar sem vélin er nú geymd og er til sýnis. Valkyrjuverkefnið átti sér aldrei viðreisnar von þar sem Bandarríkjaþing hafði litla trú á því og felldi úr fjárlögum á endanum eftir margendurtekna minnkun á fjármagni. Valkyrjan var líka sögð úrelt þegar hún komst loks í loftið, en gaf mönnum þó verðmætar upplýsingar um hegðan háhraðavéla og þá tækni sem gerði flug Valkyrjunnar á Mach 3 kleyft. (Kolefnistrefjar, hönnun vængja ofl) Þessar upplýsingar voru síðan notaðar við hönnun SR-71 Blackhawk vélarinnar sem kom mörgum árum seinna.
Takk fyrir mig.