Sæl verið þið

Ég fékk einkaflugmannsskírteinið mitt í byrjun júní, og var þá
rukkaður um 14.000 krónur fyrir skírteinið. Mér þótti það mikið,
enda nýbúinn að borga 10.500 fyrir bóklega prófið og 20.000
fyrir það verklega. Eftir að hafa skoðað málið sá ég að
Flugmálastjórn hefur samkvæmt lögum aðeins heimild til að
taka 5.000 krónur fyrir útgáfu einkaflugmanns- eða
atvinnuflugmannsskírteina.

Ég sendi þess vegna Flugmálastjóra bréf og fór fram á að fá
leiðréttingu á þessu, og endurgreiddar 9.000 kr. (tveir
flugtímar á TB9 hjá Geirfugli :-). Það merkilega er að
Flugmálastjórn brást nokkuð fljótt og vel við þessu erindi, og
þeir játuðu mistök sín. Ávísunin er í pósti, og verðlistanum
verður breytt fljótlega.

Þau ykkar sem hafa greitt meira en 5.000 fyrir flugskírteini
undanfarna mánuði getið sótt um endurgreiðslu frá
Flugmálastjórn, en mér heyrðist að þeir ætli ekki að hafa
frumkvæði að því að leiðrétta þetta hjá fólki.

Ástríður Scheving Thorsteinsson hefur með málið að gera, og
hef ég ekkert nema gott að segja um viðskipti mín við hana.

Kristbjörn Gunnarsson