Sælt veri fólkið
Ég sakna þess að sjá ekki neina umræðu hérna um FÍ, Jórvík, Flugleiðir og allt sem því fylgir. Hvað eru menn eiginlega að hugsa hjá FÍ ? Er það virkilega skynsamlegt hjá þeim að hætta með ATR og færa sig meira yfir í Fokker ? Hvaða ofurást hafa menn á Fokker í FÍ ? Er einhver hérna sem þekkir rekstrarkostnaðinn á Fokker vs. ATR (eða JetStream 31 ef út í það er farið).
Er Jórvík á leiðinni beint á hausinn, eða eru þeir að gera góða hluti ? Er einhver sem þekkir JetStream vélarnar sem þeir eru að fara að kaupa ? Það er hægt að sjá upplýsingar um þær á http://www.airliners.net/info/stats.main?id=55 en það segir manni lítið um hvernig þær virka fyrir farþega og flugmann.
Getur það verið að Flugleiðir og FÍ séu að verða risaeðlur í flugheiminum ? Atlanta er farið að flytja fleiri farþega en Flugleiðir, með margfalt minna batteríi í kringum fyrirtækið. Nú er Jórvík, með örfáa starfsmenn að hlaupa hringi í kringum FÍ með allt sitt batterí. Verða einhverjar af þessum 40 uppsögnum hjá yfirstjórninni, eða á bara að reka flugmenn, flugfreyjur og ræstitækna ? Ber einhver ábyrgð á stöðunni ?
Og aftur að flugvélategundum. FÍ er að reka fjórar mismunandi flugvélar í dag, Fokker, ATR, Metro og Twin Otter. Ég myndi segja að tvær (Fokker eða ATR og Twin Otter) væru feykinóg fyrir þá. Bæði flugmenn og flugvirkjar þurfa tegundaráritun, og það er ekki ódýrt dæmi. Ég veit til dæmis að FÍ réð 6 nýja flugmenn um síðustu áramót, og sendi alla beint í tegundarþjálfun. Flugkennari sem ég tók einn tíma hjá var ráðinn um áramót, fékk 3 mánaða þjálfun á Twin Otter, flaug eitt eða tvö flug og var síðan sagt upp. Þetta eru mistök í starfsmannahaldi sem kosta FÍ milljónir, fyrir utan hvað þetta setur lífið hjá fólki á hvolf.
Svona vinnubrögð eru ekki traustvekjandi, og svo er það eina sem þeim dettur í hug að gera í slæmri sætanýtingu að hækka verð og fækka ferðum. Það leiðir innanlandsflugið bara niður í vítahring.
Góðar stundir,
Kristbjörn Gunnarsson - Einkaflugmaðu