Eftirfarandi grein er tekin af mbl.is
————————————-
Flugsýning sem haldin var á laugardaginn vakti bæði kátínu manna sem og óánægju annarra. Örn Sigurðsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, hefur nú lagt fram kæru á hendur Flugmálastjórn fyrir að hafa heimilað flugsýninguna. Örn er mótfallinn því að flugvöllurinn sé í Reykjavík og vill meina að leggja eigi meiri áherslu á að finna honum nýjan samastað.
Örn segir einnig að flugsýning af þessu tagi sem sé algjörlega óþörf og einungis til skemmtunar sé tillitsleysi við íbúana sem búa á þeim svæðum er flugvélarnar fljúga yfir. “Það fylgir þeim hávaðamengun og þessar sýningarflugvélar eru hættulegar. Þarna eru flugmenn að fljúga bæði lágt og hratt og eru að fara að ystu mörkum getu sinnar og flugvélarinnar sem þeir stýra.”

Örn segir ennfremur að venjulegri flugumferð fylgi truflun en það sé þolanlegt og verði bara að vera svoleiðis meðan flugvallarmál séu óleyst. Hann gagnrýnir hins vegar Flugmálastjórn fyrir að taka ákvörðun um að halda þessa sýningu upp á eigin spýtur og auka þar með truflun sem skapast af flugvélum.
————————————-

Eru menn ekki með öllum mjalla?

“Það fylgir þeim hávaðamengun…” - Eigum við ekki að banna bílaumferð líka, það er jú svo mikill hávaði frá þeim.

“Þarna eru flugmenn að fljúga bæði lágt og hratt og eru að fara að ystu mörkum getu sinnar og flugvélarinnar sem þeir stýra.” - Já, það er satt, þess vegna er þetta sýningaratriði. Heldur maðurinn að þessir flugmenn viti ekki hvað þeir eru að gera? Heldur maðurinn að ef eitthvað fari úrskeiðis að vélarnar hrynji allar yfir miðbæinn? Að hann skuli sýna fávisku sína svona bara af því að honum er illa við staðsetningu flugvallarins.

“Hann gagnrýnir hins vegar Flugmálastjórn fyrir að taka ákvörðun um að halda þessa sýningu upp á eigin spýtur og auka þar með truflun sem skapast af flugvélum.” - Hvern átti flugmálastjórn að spyrja?
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: