Lág- og listflug Flugdagur Flugskóla Íslands stóð yfir á Reykjavíkurflugvelli í dag og segir Stefán Magnússon flugkennari hátt í 1.000 manns hafi komið á kynninguna. Sýnt var listflug og lágflug auk þess sem fólki gafst kostur á að kaupa sér miða í útsýnisflug. Þá var gestum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.
Flugfélögin sáu um lágflugið. Þá sýndu Björn Thoroddsen, Arngrímur Jóhannsson, Magnús Norðdal og fleiri listflug.
Svifflugfélag Íslands sýndi svifflugvél og þá var einnig framlag frá Þyrluþjónustunni.
Þá hafi alls kyns flugvélar komið á rampinn, segir Stefán.
Hann segir að útsýnisflugið hafi verið mjög vinsælt og erfitt hafi verið að anna eftirspurn. Stefán segir að flugdagurinn hafi tekist afar vel og veður hafi verið gott.
Mbl.is segir frá
Just ask yourself: WWCD!