Farið létt í gegnum sögu flugsins. Sælir Hugarar! Vann þessa ritgerð fyrir skólann á nokkrum kortérum. Fannst sjálfsagt að fleiri en einn fengu að sjá hana.


Upphaf flugs má ef til vill telja aftur til miðalda, þar sem turnstökkvarar treystu heimatilbúnum vængjum fyrir lífi sínu. Flestir töldu þeir að vængurinn væri uppspretta lyftikraftsins og blakið myndi framleiða kný, og er þetta rétt í meginatriðum, en hrekkur skammt. Fólk gerði sér ekki ljós fyrir því hversu mikinn lyftikraft menn þurfa yfir fugla og hver munurinn sé þar á milli. Giovanni Borelli á að hafa sagt að mannslíkaminn sé einfaldlega of þungur og skortir straumlínulag, og að beinabygging og vöðvakerfi hentuðu alls ekki því að blaka vængjum.

Fyrstu vísindalegu rannsóknir á flugi voru gerðar af Leonardo da Vinci (1452-1519)
Hann rannsakaði af nákvæmni hreyfingar fugla, loftstreymi og viðnám lofts gegn hlut á hreyfingu. Vinci teiknaði ótalmargar myndir af flygildum en gallinn var sá sami á þeim öllum, hann gerði ráð fyrir vöðvaafli mannsins til að knýja vélina.

Framfarir á flugi voru nú sama sem engar í rúm 200 ár.

Sir Georges Cayles (1773-1857) hafa fáir heyrt um, en engu að síður vilja sumir halda því fram að hann sé “réttur höfundur flugvélarinnar”.
Það er þó ekki alvitlaus staðhæfing þar sem Caley lagði vissulega undirstöðina að flugrannsóknum síðari tíma. Hann rannsakaði hvernig stærð flatar hafði áhrif á lyftikraft miðað við þyngd og fann réttilega út að lyftieiginleikar vængs breyttust eftir því á hvaða horni vængurinn klýfur loftið. Nú setti hann fram hugmynd um loftskrúfu, eitthvað sem sést á öllum einshreyfilsvélum í dag. Honum varð ljóst að hann yrði að vera léttur og datt honum líka í hug að hann gæti gengið fyrir orku eldfimra púðurefna eða lofttegunda (brunaholshreyfillinn).

Stutt um Wright bræðurnar.
Wilbur og Orville Wright fæddust þeim Milton Wright og Susan Catharine og ólust þeir upp við ágæt skilyrði, eða allavega orðaði Orville það svona á yngri árunum: “We were lucky enough to grow up in an environment where there was always much encouragement to children to pursue intellectual interests; to investigate whatever aroused curiosity.”

Hérna rissa ég upp tímalínu af afrekum og rannsóknum bræðranna.
1899: Bræðurnir leita sér heimilda um flug og rannsóknir og kynna sér málið til ýtar.
Þeir senda opið bréf til stjórnmálamanna þeirra tíma sem hljómaði svona: “I am an enthusiast, but not a crank in the sense that I have some pet theories as to the proper construction of a flying machine. I wish to avail myself of all that is already known and then if possible add my mite to help on the future worker who will attain final success.”
Bræðurnir rannsaka nú hvernig skal haga stýringu þessara véla. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að ef vængur á annari hlið vængsins mætti loftinu af stærra horni (áfallshorn) fengi sá vængur meiri lyftikraft og þar af leiðandi hallar flugvélinni og miðsóknarafl myndast sem togar vélina í beygju. Þeir prófuðu nú þessa hugmynd með flugdreka og gekk fram úr væntingum.

1900: Bræðurnir byrja að huga að efniviði slíkrar vélar, sem gæti lyft flugmanni af jörðinni. Nú byrja stærðfræðilegir reikningar á lyftikrafti, viðnámi og lyftimiðju og fleiru sem gæti komið að gagni við smíði vélarinnar. Hanna þeir nú svifflugu sem þeir prófa sem flugdreka, en bræðurnir urðu fyrir vonbrigðum. Vængurinn framleiddi aðeins helming lyftikraftsins sem þeir höfðu væntað.

1901: Bræðurnir gáfust þó ekki upp þarna. Þeir gerðu bara það sem flestum myndi detta í hug í dag, að stækka vænginn. Þeir smíðuðu marga svifflugur en enn urðu þeir fyrir vonbrigðum, lyftikrafturinn neitaði að vera afkastavænn. Þar að auki komu fram stýringarvandamál, sem voru ekki til staðar við prófun minni vængja. Nú fóru bræðurnir að efast um útreikninga sína. Þeir notuðust við fræga lyftikraftsjöfnu en ýmsir fastar í henni voru eitthvað sem byggðir var á forverum þeirra. Þar sem þeir voru vissir um nákvæmni sinna þætta (flatarmál vængsins o.fl.) reiknuðu þeir fastana aftur.
Þeir komust að þeirri niðurstöðu að tveir fastanna, voru nefnilega kolvitlausir.

1902: Nú þykjast bræðurnir hafa nóga kunnáttu til að búa til alvöru sviffdreka, en öryggis vegna ákváðu þeir að búa til eina svifflugu enn. Þeir endurbættu nú hliðarstýrið, til þess að laga flókið jafnvægisvandamál með hallarstýri vélarinnar.
Bræðurnir svifu vélinni oft og mörgu sinnum og þóttu þeim niðurstöðurnar lofa góðu

1903: Nú voru þeir komnir með fulla stjórn á þremur hreyfingarásum vélarinnar og hönnuðu þeir vélina sem þeir ætluðu til flugs byggð á vélarafli. Þeir kölluðu flugvélina því frumlega nafni “Flyer”. Nú var aðalvandamálið að finna vél sem hæfði flugvélinni. Þeir höfðu samband við ótal framleiðendur og það var lítið mál að finna góðann hreyfil þar sem áhugi fyrsta vélarflugs á þessum tíma var mikill. Vélin sem þeir fengu voru heil 12 hestöfl, en 8 hestöfl var ásættanlegt samkvæmt útreikningum bræðranna. Þeir ákváðu að hafa tvær loftskrúfur, þar sem ein snerist í öfuga átt við hina, til þess að útiloku snúðu-áhrif sem ein skrúfa myndi framleiða.

Að lokum var komið að því. 14. desember lögðu bræðurnir af stað á skotstaðinn, Kitty Hawk. Þeir köstuðu peningi uppá hver skyldi fljúga og varð Wilbur sá heppni. Hann sast í flugmannssætið og reyrði sig niður. Þeir höfðu búið til einskonar teina sem flugvélin rann eftir, til þess að safna hraða og hjálpa hreyflunum. Flyer hófst á loft í 3 og hálfa sekúndu, ofreis og féll í sandinn en lítið sakaði. Þetta varð til þess að bræðurnir urði enn glaðari með hönnunina þar sem tækin höfðu jú virkað fullkomlega.

17. desember.
Nú búnir að laga smávægilegar bilanir vegna árekstursins, voru þeir tilbúnir á ný.
Þetta sinn var Orville við stýrsflötinn. Þetta var kaldur dagur, hitinn við frostmark og vindur 27 m/h. Þetta sinn flaug Flyer, 120 fet á 12 sekúndum áður en hann lenti mjúklega á sandinum.

Maðurinn hafði flogið.

Seinna þennan dag höfðu þeir flogið nokkrum sinnum í viðbót og var lengsta flugið 852 fet á 59 sekúndum.

Ef þið vitið eitthvað fleira fróðlegt um þetta þá er málið að skjóta núna.