Jæja núna ætla ég að skrifa um námið sem ég er að stunda, ég er að læra flugvirkjun í Danmörku. Í þessari grein ætla ég að fræða ykkur um hvernig skólinn er og námið og svo framvegis.
Skólinn er staddur hjá Kastrup fluvellinum og er mjög flottur, er með 2 hús með kennslustofum og flugskýli, þar sem 4 flugvélar eru, Piper Navahoe og Piper Cheiftain, og einhverjar 2 einkaþotur. Í skólanum er mötuneyti og er alltaf með heitann hádegismat (heimilismat) og máltíðin kostar aðeins 250 íslenskar krónur.
Fyrir c.a. 4 árum síðan þá var hægt að læra í Bandaríkjunum en núna er það breytt vegna þess að ef þú lærir þar þá færðu bara réttindi til þess að læra í Bandaríkjunum ekki neins staðar annarsstaðar. En í mínum skóla þá er þetta þannig að þú færð réttindi til þess að læra alls staðar í heiminum, þökk sé nýju reglugerðinum JAR.
Skólinn sem ég er í heitir Luftfartsskolen ( www.luftfartsskolen.dk )
Námið er samt sem áður lengra en þetta í bandaríkjunum, c.a. 5 ár. En þetta er mjög skemmtilegt kerfi, þú kemur bara í 12-14 vikur hvert tímabil hingað svo ferðu og vinnur sem nemi til að fá reynslu, svo kemuru aftur og tekur nýtt session. Gallinn við þetta er það að til að læra í þessum skóla þá þarftu að redda þér samning hjá einhverju flugfyrirtæki til þess að stunda “praktík” practice (veit ekki hvað það er á íslensku) og það getur reynst mjög erfitt að fá samning. En þegar náminu er lokið þá færðu sveinspróf og færð réttindi á B1 og B2, B1 er general aircraft maintenance og B2 er svona avionics, rafmangs flugvirki sem er mjög eftirsótt í dag.
Öll kennslan fer framm á dönsku en prófin eru á ensku, ensk krossapróf og þú verður að ná 75% rétt á prófinu til þess að ná prófinu. Ég er búnað vera tala við skólann samt að ef við náum c.a. 10-20 manna bekk bara með íslendingum þá eru þeir til í að hafa alla kennslu framm á ENSKU. Sem er mjög gott!
Þú þarft EKKI samning til að byrja í skólanum, ferð í svokallað Grunnám. Sem eru 12 vikur.
Það eru engin skólagjöld í skólanum og skólinn útvegar þér heimavist og hún kostar aðeins 21000 íslenskar krónur á mánuði með FULLU fæði, rafmagn og heitu vatni og meirasegja internet! Þannig þetta er alls ekki dýrt og mjög ódýrt að stunda þetta nám.
Kennarnir eru mjög skilningsríkir í garð íslendinga í þessum skóla, ef maður skilur ekki þá útskýra þeir og það er hægt að fá aukatíma í skólanum sem að kennslan verður kennd á ensku.
Eitt sem er samt sem áður mjög erfitt er að í grunnáminum þá er eitt lokaprófið þannig að þú þarft að halda fyrirlestur á DÖNSKU í 30 mín fyrir framan 3 dómara og það getur reyndst þeim sem kunna litla dönsku mjög erfitt, en ef það er hægt að fá 10-20 manna íslensku bekk þá væri fyrirlesturinn á ensku.
Það er talið að í framtíðinni verði skortur á flugvirkjum og í dag er mjög góður tími til þess að fara byrja læra þetta nám.
Ef þið hafið spurningar í sambandi við þetta þá endilega sendið mér e-mail á feeblesting@hotmail.com og ef ykkur langar að spjalla í síma um þessi mál þá getiði fengið númerið hjá mér.
Kv
Andri Gei