Vængendahvirflar Flestir gera sér grein fyrir hvað vængendahvirflar (Wake turbulance) eru, enda nafnið nokkuð lýsandi fyrir fyrirbærið. Þó ætla ég að rekja hér hvað veldur þeim, afhverju vængednahvirflar eru vandamál og hvað er hægt að koma í veg fyrir þá.

Hvað eru vængendahvirflar (VEH)?
First var talið að VEH mynduðust þegar skrúfur flugvéla rótuðu í loftinu á eftir sér,kallað “Prop Wash”. Við nánari rannsóknir kom í ljós að VEH myndast þegar loftið spíralast af vængendum vélarinnar.

Hvernig myndast VEH?
Vængur flýgur þegar lágur þrýstingur myndast yfir vængnum og hár undir honum. Loftið leitast við að jafna þrýstinginn, þ.e. hár þrýstingu flæðir í lágan. Sá hái reynir að komast upp á vænginn og um leið út að vængenda. Þessi tilhneiging leiðir af sér spírala hreyfingu sem síðar losnar frá vængnum á enda hans og myndar hvrifla. VEH færast út og niður frá vélinni.

Hvað ræður stærð VEH?
Stærð VEH fer eftir aðallega eftir þyngd vélar, sem sagt hversu mikinn lyftikraft vængurinn þarf að mynda. Einnig stækka VEH með minnkandi hraða. B747 á stuttri lokastefnu myndar því miklu stærri hvirfla en C-152 í farflugi.

Hversu sterkir er VEH?
Mjög sterkir. VEH frá B747 í flugtaki og lendingu eru nógu sterkir til að rífa stóra þotu í sundur. Margir muna eftir flugslysinu í New York skömmu eftir 11.9.2001. Þar hrapaði A300 í Queens hverfið í NY. Skömmu áður hafði 747 tekið á loft af sömu braut. Hvirflarnir af henni rifu stélið af A300 vélinni og því fór sem fór.

Hversu lengi eru VEH að eyðast
VEH eru aðalorsök tafa á flugumferð á stórum völlum því áhrif þeirra gætir allt að 2 mínútum eftir að þeir myndast. Því er mikilvægt að flugumferðastjórar haldi góðum aðskilnaði á milli flugvéla. Þessi staðreynd hefur verið eitt aðalvopn andstæðinga A380. Eins og áður hefur komið fram vaxa VEH með meiri þyngd. Þar sem A380 á að geta borið 2x og jafnvel 3x meira en venjulegar þotur, myndast þá ekki 2x-3x sterkari VEH sem hefur í för með sér lengri biðtíma á milli flugtaka? Ef það reynist þá er markmið A380 (að minnka tafir með færri flugvélum) tapað.

Hvernig haga VEH sér?
Í rauninni er voða lítið vitað um vængendahvirfla. Þeir virðast myndast voða tilviljanakennt og ómögulegt að spá fyrir um hegðun þeirra. Þó er vitað að þeir síga niður frá vængendunum í ca. 500-1000 fet undir vængina. Því skal fljúg nokkuð ofar en flugvél sem er á undan. Þegar VEH nálgast jörðina (ca 100-200fet) fara þeir að hreyfast meira lárétt í burtu frá vélinni, þ.e. mynda n.k. “L” séð afan frá.
Vindur blæs hvriflum til, ef vindur kemur frá vinstri þá má gera ráð fyrir að litlir hvirflar séu vinstra megin við vélina en öll súpan hægra megin. Einnig ef meðvindur er fyrir hendi má gera ráð fyrir að hvirflarnir “elti” flugvélina. Hafa skal í huga að hvirflar geta:
a. Legið yfir “touchdown” svæðinu
b. Rekið frá flugvél sem er að taka á loft á næstu flugbraut.
c. Sokkið ofan í flugferlinn þinn.

Hvernig skal forðast VEH?
Fljúga skal fyrir ofan ferli flugvélarinnar fyrir framan þig, helst í um 1000 fetum. Í að flugi skal þinn ferill vera ofar en vélarinnar á undan. “Touchdown” punkturinn þinn skal vera innar á brautinni. “Liftoff” punkturinn skal vera fyrir aftan vélarinnar á undan.

Mynda þyrlur VEH?
Ójá þær eru engar undantekning, Þyrla sem “hoovar” myndar niðurstreymi sem skal forðast.

Ég vona að einhverjir hafi lært af þessari stuttu en hnitmiðuðu grein. Hafið í huga að VEH myndast að sjálfsögðu líka í logni. Verið því ávallt á varðbergi og gangi ykkur vel. ;)
www.fly.is