Paramótor  (tuska með rassmótor) Paramótor (vélsvifill) er eitt léttasta og auðveldasta loftfar sem
fundið hefur verið upp. Það kemst í skottið á station-bíl og maður
er innan við 30 mínútur að koma sér á loft, þú getur tekið á loft nánast hvar sem er svo framalega að undirlagið sé sæmilega slétt og ekki sé of hvasst, þú þarft u.þ.b 30 metra braut miðað við logn, styttra ef það er gola. Vegna þess hversu vængurinn (tuskan) er stór (10m breið) er þetta fremur hægfleygt farartæki, á klukkutíma geturðu ferðast 40-60 km á tankinum en oftast er maður bara að leika sér á sama svæðinu (maður þar oftast að lenda einhverstaðar rétt hjá bílnum). Vélsvifill samanstendur af væng (7kg) sem lítur úr eins og ofvaxin fallhlíf og hreyfli (22 kg) sem þú spennir á þig eins og bakpoka. vélin sett í gang,þú húkkar þig í vænginn og hleypur af stað. þegar þú ert kominn í loftið smeygir þú undir þig litlu sæti og byrjar að njóta flugsins og útsýnisins.
Ég hef stundað þetta í tvö ár og finnst alltaf jafn gaman í hvert skipti.
Hér er ein besta síðan um paramótor: www.poweredparaglider.com

Kveðja