Jæja þá er kominn tími til að efna stóru loforðin hjá ykkur sem eruð búinn að halda því fram að þið ætlið upp á Sandskeið að prófa svifflug. Núna er tímabilið komið á fullt og búið að setja allar vélarnar saman.

ÉG SKORA Á YKKUR AÐ MÆTA!!!

Alltaf er flogið þegar það er veður og þá er ágætt að miða við það að það sjáist í toppinn á Vífilfellinu héðan úr bænum. Ef þið eruð ekki viss að þá er bara að hringja í síma 5 87 87 30 og spyrjast fyrir um það hvort verið sé að fljúga.

Á virkum dögum er yfirleitt byrjað að fljúga milli 18 og 19 en um helgar er flogið frá 11.

Sýnið nú að þið séuð hérna inni á hugi.is útaf fleirru en stigunum og mætið uppeftir!!!