Á 3. og 4.áratug þegar flugalmenningssamgöngur tóku að þróast varð mikill skortur á flugvöllum eða flughöfnum. Þá virtust flugbátar nokkuð góð hugmynd. Árið 1935 kom út flugbáturinn China-Clipper var fyrst aðeins póstflugvél en svo kom sá tími að farþegar fengu að koma líka. En ferðin kostaði c.a. 800.000 þúsund krónur en fyrir það líka fengu þeir einkasvefnklefa, búningsklefa, silfurhnífapör og fl. Þessi ferð sem flubáturinn fór í tók líka 6 daga..þannig að farþegarnir höfðu alveg tíma til að njóta dvalarinnar. Svo kom líka flugbáturinn Dornier Do-X árið 1929 sem var fyri tíma china-clipper en sú vél gat ekki flogið jafn lengi því hún var þyngri.
Næstur er það flugbíllinn! Þetta var blendingur af Ford Pinto árgerð ’71 og fjögurra manna Cessna flugvélar. Snjallast var að það var hægt að taka vængina af á minna en 2 min!! En hörmung gerðist þegar var verið að prófa flugbílinn, vængirnir brotnuðu af þegar sjálfir uppfinningamennirnir voru í honum og brotlentu og dóu fyrir vísindin.
Árið 1500 c.a. byggði Wan Hu stól með 47 flugeldum á til að ferðast til tunglsins!! Það hinsvegar fór ekki eins og hann ætlaði sér. Þegar tíminn var kominn bað hann aðstoðarmann sinn að kveikja á flugeldunum. Það kom mikill reykur og ærandi hvellur en þegar reykurinn var farinn var hvorki stóll né maður eftir! Aðeins öskuhrúga.
Þær eru margar asnalegar uppfinningar, en þessi er bara fáranleg! Breski jarðeigandinn Edward Purkis Frost var heltekinn af þeirri hugmynd að líkja eftir fugli! Smíðaði hann vængi úr pílviði og klæddi þá með silki og fiðri.. Svo festi hann vængina við band sem hann gat togað í til að takast á loft! En því miður gat vélin aðeins lyft 74 kílóum, en þessi vél vó 102 kíló.
Árið 1908 vinnur Glenn Curtiss verðlaun fyrir að flúga fyrstur manna 1 km. Hann betrumbætti flugvél Wright-bræðra. Hann lét stýrisblöðkur aftan á og gat þannig stýrt betur vélinni.
Fyrsta bensín áfylling var gerð í lofti árið 1921. Hún fór þannig fram að Wesley May skreið út á væng vélar sinnar sem annar var að stýra með bensínkút á bakinu yfir á væng hinnar vélarinnar og fyllti á!!
Nú er allt komið sem ég nenni að skrifa um en það eru miklu fleiri svona atvik sem er gaman að lesa sér um í lifandi vísindi t.d.
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið