Sælir, mér datt í hug að setja þetta upplýsingabréf frá Flugmálastjórninni okkar góðu sem ég skrifaði niður á tölvuform um daginn því að þetta er það athyglisvert og umhugsunarvert málefni að ég gat ekki annað en birt það hér á Huganum okkar. Lesið þetta og notið sem veganesti í framtíðinni!
___________________________________________________________________
Upplýsingabréf Flugmálastjórnar
B-11
10.október 1974
Innleiðing 5 klst blindflugstíma fyrir einkaflugmannsprófið.
Hve lengi getur flugmaður, sem ekki hefur blindflugsþjálfun búist við því að lifa eftir að hann flýgur inn í lélegt veður og missir sjónar á jörðu.
Illinois háskóli í Bandríkjunum gerði tilraun til þess að fá svar við þessari spurningu er hann útbjó námskeið í 180° beygju í “blindflugi”, sem var ætlað til þess eins og nafnið ber með sér, að kenna flugmönnum að snúa við í lélegu veðri, og nota tækin sem í vélinni eru til þess,
Þetta fór þannig fram að tuttugu manns voru látnir fljúga inn í tilbúin blindflugsskilyrði. Allar þessar “tilraunarkanínur” lentu annað hvort inn í spinni eða í stjórnlausu steypiflugi. Aðeins eitt var mismunandi hjá hinum ýmsu aðilum, það var hversu mismunandi langan tíma það tók að missa vald á flugvélinni. Tíminn sem það tók var frá 20 sekúndum upp í 480 sekúndur og meðaltalið 178 sekúndur.
Þessum 178 sekúndum er lýst á eftirfarandi hátt frá sjónarhóli flugmannsins:
Þú ert lifandi!
Himininn er skýjaður og skyggni lélegt. Skyggnið samkvæmt veðurlýsingu er 8 km, virðist frekar vera 3 km, og þú getur ekki sagt til um skýjahæðina. Hæðarmælirinn sýnir hæð þína 1500 fet og kortið sýnar að landið nær upp í 1200 fet yfir sjó. Þú ert ekki alveg viss um hve langt þú ert úr leið, en þar sem þú hefur flogið þessa leið áður, þá heldurðu áfram. Allt í einu ertu “í súpunni”, þú starir spenntur inn í hið hvíta djúp og þig verkjar í augun, en þú sérð ekkert. Þú berst við fiðring í maganum og kyngir, bara til þess að uppgötva að þú ert þurr í munninum. Þú sérð það núna að þú hefðir átt að bíða betra veðurs, þetta ferðalag er mikilvægt, en ekki svona mikilvægt. Einhverstaðar innra með þér heyrirðu rödd sem segir, “það er úti um þig, þú bjargar þér ekki út úr þessu”
Þú átt 178 sekúndur ólifaðar
Flugvélin þín er ennþá á réttum kili, en áttavitinn snýst hægt. Þú stígur svolítið á hliðarstýrið og beitir hallastýri á móti til þess að stöðva beygjuna, en þér finnst það óeðlilegt og þú tekur í stýrin til baka. Þetta var betra, - en nú fer áttavitinn að snúast hraðar og flughraðinn eykst hægt. Þú lítur snöggvast yfir hin mælitækin og skimar eftir hjálp, en allt kemur þér einkennilega fyrir sjónir, þú ert viss um að eftir nokkrar mínútur komir þú niður úr skýjunum, en það er bara eitt sem vantar, þú átt bara nokkrar mínútur ólifaðar.
Þú átt 100 sekúndur ólifaðar
Þú lítur á hæðamælinn og þér bregður í brún þegar þú sérða hve hæðin minnkar ört. Þú ert kominn niður í 1200 fet og ósjálfrátt tekurðu í hæðarstýrið. Vísir hæðarmælisins heldur áfram niðurávið. Snúningshraðinn er of hár og hraðinn er við rauða strikið.
Þú átt 45 sékúndur ólifaðar
Þú svitnar og titrar. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við stjórntækin, því að þegar þú tekur stýrin að þér, þá fer vísir hraðamælisins bara enn lengra inn á rauða strikið. Þú getur heyrt hvininn aukast.
Þú átt 10 sekúndur ólifaðar
Allt í einu kemur þú úr skýjunum, þarna er jörðin. Þú getur séð sjóndeildarhringinn, ef þú snýrð höfðinu nógum mikið. Því flugvélin stefnir næstum lóðrétt niður. Þetta er óvanalegt sjónarhorn. Þú opnar munninn til þess að æpa, en það er of seint.
Þú átt engar sekúndur eftir ólifaðar!
Þetta er búið góurinn!
___________________________________________________________________
Jóhann Magnús Kjartasson
flugnemi
jmk@flugsyn.is