Á Íslandi er Flugmálafélag Íslands aðildarfélag að FAI.
FAI er alþjóða félag sem hefur yfirstjórn og eftirlit með öllum keppnum og metum sem eiga að öðlast viðurkenningu á alþóðasviði í flug íþróttum auk þess að vinna að framþróun flug og geim áhuga og tækni um heim allan.
Innan FAI eru deildir fyrir hverja flugíþrótt eða flug tengda starfsemi t.d. er sér nefnd vegna listflugs, loftbelgja eða svifdreka o.s.frv.
Ef að aðili hefur áhuga á að setja met innan síns áhuga svið þá er fyrsta verk að kanna hvaða met hafa verið samþykkt af FAI auk þess að skoða hvernig met eru flokkuð. Síðan er að setja sig í samband við Flugmálafélagið eða nefndarmann FAI fyrir sinn flokk loftfara á Íslandi til að gera metið í samstarfi og undir reglum og kröfum FAI. Til að framkvæma met þarf að hafa innsiglaða og viðurkennda klukku FAI til að mæla loftþrýsting, hæð, hraða o.s.frv.
Til dæmis er ekki bara til eitthvert eitt ákveðið hæðarmet í tilteknum flokki loftfara heldur er líka hægt að setja met í að lyfta ákveðnu hlassi á sem stystum tíma í einhverja ákveðna hæð.
Og loftfarið þarf ekki að vera stórt eða merkilegt, heldur bara uppfylla skilyrði um þyngd og stöðu innan ákveðins flokks.
Og nú er bara að athuga hvort ekki sé hægt að fara að slá einhver met og koma landinu á blað með nýju heimsmeti.
Heimasíða FAI: http://www.fai.org/records
Undirritaður er FAI delegate, CIG Rotorcraft commission fyrir Ísland.
Chevrolet Corvette