Flugvélaþróun tók stökk fram á við í seinni heimsstyrjöld. Allir flugvellirnir sem voru byggðir í stríðinu voru nú nýtanlegir til farþegaflutninga. Flugbátarnir voru leystir frá störfum af fjögurra-hreyfla landvélum sem voru aðallega gamlar sprengjuvélar úr stríðinu. BNA menn höfðu þó hannað stórar vélar til farþegaflutninga fyrir stríð en fljótlegt var að breyta þeim yfir í sprengjuvélar.
-Vicker's VC.1 Viking var bresk vél, aðallega byggð á hönnun Wellington sprengjuvélarinnar. Hún rúmaði 21 farþega og flug fyrst 1945.
-Avro 691 Lancastrian var einnig bresk, byggð á Avro Lancaster sprengjuvélinni. 691 var þó fljótari í förum en forveri sinn en nokkuð vantaði upp á þægindin. Hún var aðallega notuð af Qantas, Skyways, British South American Airwaus Corp. en stóðst þó aldrei samanburð bandarísku vélanna.
-Boeing 377 Stratocruiser var byggð á C-97 sprenguvélinni. Stratocruiserinn var nokkuð sérstakur, bolurinn var svona nokkurn veginn eins og A380 á hvolfi. Stratocruiserinn var á tveim hæðum og með hringstiga á milli hæða. Hún var búin fjórum 3500 hestafla bulluhreyflum. Þessi vél var vinsæl hjá Pan American Airlines, flaug aðallega til Hawaii og Suðura Ameríku.
-Constellation fær marga til að fá glampa í augun. Hún var oft nefnd “Drottning háloftanna”. Það var ekki af ástæðulausu því árið 1956 kom fram hönnun af henni sem rúmaði 99 farþega (sem var mikið á þeim tíma) og var hún með þeim hraðskreiðari. Hún var fjögurra hreyfla, með 3 stél og mjög straumlínulöguð, mjókkaði að aftan líkt og lax. En eru mörg eintök eftir af henni og er hún sumstaðar en í notkun, aðallega í Afríku.
-DC 3 var hönnuð fyrir stríð og var gerð fyrir farþegaflutninga. Hún var einnig þekkt sem DST: Douglas Sleep Transport. Hún flaug fyrst 17 des. 1935. Hún reyndist algjör vinnuhestur og þjónaði hlutverki sínu með glans. Þegar framleiðsla á henni lauk 1947 höfðu 10.654 eintök.
- En eins og áður hefur komið fram voru bulluhreyfilsvélarnar hægfara og flugu lágt. Fljótlega komu á markaðinn vélar með túrbínuhreyfla. Þær voru búnar jafnþrýstibúnaði sem gerði þeim kleyft að fljúga fyrir ofan öll veður. Túrbínuvélarnar urðu fljótt vinsælar, enda titruðu þær minna en bulluhreyfilsvélarnar. Vickers Viscount varð einna vinsælust og voru 2 þannig í þjónustu Flugfélags Íslands á tímabili.
-En hin raunverulega bylting hófst í Júlí 1949. Þá flaug de Hvilland Comet í fyrsta skipti. Hún var fyrsta farþegavélin búin þotuhreyflum. Með tilkomu þotna minnkaði heimurinn. ferðir sem áður tóku 10-12 klukkutíma tóku nú aðeins 2-3 tíma. Nú sátu flugmenn ekki lengur í þykkum jökkum heldur bara á skyrtunni. Flugferðir voru núna þægilegar og fljótlegar.
-Boeing 707 flaug fyrst 20 des.1957. þegar framleiðslu var hætt í apríl 1982 höfðu 916 verið framleiddar.
-DC-8 er nánast tvíburi B707 í útliti en DC-8 hafði þó ekki eins aftursveigða vængi og 707. DC-8 flaug fyrst 30 maí 1958 og var síðasta vélin afhent SAS árið 1972, Þá höfðu 556 verið byggðar. Flugleiðir höfðu nokkrar´“Áttur” í sinni þjónustu.
-Boeing 727 skar sig úr Boeing fjölskyldunni. Hún hafði þrjá hreyfla, tveir sitthvoru megin við stélið og svo einn undir því. Inntakið var framan á stélinu og myndaði “S” laga göng í átt að hreyflinum. 727 varð vænn kostur í augum flugfélagana því hún hafði ljósavél og stiga sem kom neðan úr henni að aftan. Það gerði hana sjálfstæða á “rampinum”.
Þessar fyrstu þotur voru háværar og mengandi. Hreyflarnir voru ófullkomnir og eyddu miklu. En með nýrri tækni urðu þeir eins og þeir eru í dag. Á þeim “fáu” árum sem eru liðin frá Seinni Heimsstyrjöld hefur flugvélin þróast gífurlega og mun þróast meira. Þótt flugvélar síðustu 20-30 ára líti allar svipað út hefur tæknilega hliðin tekið breytingum. Flugvélar verða alltaf hljóðlátari, hraðskreiðari og umhverfisvænni. Þróun flugvéla er því hvergi nærri hætt.
www.fly.is