Kona í göngutúr villtist af leið og hringdi í neyðarlínuna Bandarísku 911 til að fá hjálp.
Húna gat bara gefið almennar upplýsingar um svæðið sem húna var stödd á. Þ.e. innan einhvers ákveðins hrings.
Þyrla Lögreglustjórans í Sonoma hreppi í Kaliforníu (Sonoma county Sheriff) var send á svæðið og þeir báðu konuna um að lyfta símanum upp í þá átt sem hún hélt að þyrluhljóðið kæmi frá og þeir sáu ljósið á símanum straks með nætursjónaukum sem þeir nota.
Nætusjónaukar margfalda ljósið sem er til staðar s.s. frá stjörnum o.þ.h. margfalt þannig að smá týra frá farsíma getur virkað eins og sterkur ljóskastari.
Þyrlan lenti hjá konunni og flutti hana á öruggan stað.
GSM símar geta greinilega verið til margra hluta nytsamlegir t.d. að virka sem leiðsöguviti til að leiðbeina þyrlu til björgunar.
Svona virka nætursjónaukar: http://www.atncorp.com/HowNightVisionWorks
Hér eru mjög flott video frá Sonoma County Sheriff´s office: http://www.henry1.com/index.htm