Bell tapaði þeim samning sem frægt er orðið til Hughes helicopters sem hafði þróað OH6 eða Hughes 500 eins og hún heitir í borgaralegri útfærslu.
Fyrsta Bell 206 þyrlan flaug í desember 1962 en fyrsta vélin í borgaralegri útfærslu 206A flaug í fyrsta sinn 10 janúar 1966. Bell206A þyrlan var 5 sæta vél með 318 hestafla Allison C18 Gas turbine engine eða hverfiltúrbínu hreyfil.
Síðan um 1970 kom Bell 206BII útgáfan með 400 hp Allison C-20 hreyfil. Og í 1977 kom síðasta aðal breytingin á 206B línunni með 206BIII með 420 hp Allison 250C20B hreyfil. Einnig er hægt að fá vélina með RollsRoyce (Allison) 250C20R hreyfil sem er 450 hp sem nýtist þá best til flugs í miklum hæðum og/eða hita.
Einnig er hægt að fá lengri útfærslu af 206 sem heitir 206L LongRanger sem framleiðsla hófst á 1975. Sú vél var í upphafi líka með C20B hreyfillinn og með WaterMethanol innsprautun til að auka afl í flugtaki. 206L er nú framleiddur með 650 hp RollsRoyce (Allison) 250C30P hreyfil.
Síðan 1962 hafa verið framleiddar 7700 stykki af Bell 206 þyrlum og eru enn í framleiðslu yfir 40 árum seinna.
Framleiðsla borgaralegra Bell þyrla er nú í Mirabel, Canada þar sem framleiddar eru um 30 Bell 206 seríur af þyrlum á ári auk allra annarra tegunda sem Bell framleiðir svo sem Bell 407, 429, 430, 412 vélar. Bell þyrlur hafa einnig verið framleiddar undir leyfi af Agusta á Ítalíu og hafa þær verið af gerðinni AB206 og AB212 og áður fyrr AB47.
Framleiðsla herþyrla frá Bell er í Ft Worth, Texas þar sem framleiddar eru t.d. UH1Y (Bell 212) og AH1Z Cobra. UH stendur fyrir Utility helicopter og AH er fyrir Attack helicopter.
Á Íslandi eru nú í rekstri tvær þyrlur af gerðinn Bell 206. Þyrluþjónustan ehf er með TF-HHG Bell 206L LongRanger og Valfell ehf er með TF-HHK AgustaBell 206B JetRanger.
Chevrolet Corvette