Þyrluþjónustan hefur síðastliðin 3 ár boðið upp á flugkennslu á Schweizer 300C á lægsta verði sem þekkist í Evrópu. Kosturinn við að læra hérna er að maður getur stundað sína vinnu með, þarf ekki að borga offjár fyrir ferðir til USA og þarf ekki að finna sér húsnæði sem oft á tíðum er frekar dýrt í USA.
Hægt er að byrja nám á þyrlu án þess að hafa nokkra reynslu af flugi fyrir.
Samkvæmt núgildandi reglum (JAR hefur ekki tekið gildi fyrir þyrlur) fær maður:
Sólóprófið eftir um 25 flugtíma,
Einkaflugmanninn eftir um 60 flugtíma og
Atvinnuflugmanninn eftir 150 tíma (100 tíma ef maður er með 100 tíma á flugvél)
Þegar JAR tekur gildi breytist tímafjöldinn fyrir atvinnuflugmanninn í 185 og 135. Þeir sem hafa hafið nám fyrir gildistökuna og klára það innan 2 ára frá gildistöku, að mig minnir, gera það samkvæmt gömlu reglunum.
Kynnisflug hjá Þyrluþjónustunni kostar nú 15.000 og þar fær maður að kynnast stjórntækjunum og kerfum vélarinnar, fær að fljúga og fær að prófa að voka (Hover).
Skellið ykkur, þetta er eitt það skemmtilegasta sem maður getur gert án þess að fara úr buxunum :)
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: