Hérna eru smá upplýsingar um Bombardier de Havilland Dash 8 Q400.
Framleiðsla Kanadíska Bombardier fyrirtækissins, 70 sæta de Havilland Dash 8 Q400 (vanalega kölluð Q400), er nýjasti og stæsti meðlimur hinnar vinsælu Dash 8 fjölskyldu. Vélin, sem er með nýja hreyfla, siglingatæki og kerfi, breyttan væng og lengdan skrokk, er ekki bara stærri vél hedur í raun töluvert endurbætt hönnun.
De Havilland hafi hafið hönnunarvinnu við enn lengri útgáfu af Dash 8 Q300 þegar Bombardier keypti fyrirtækið af Boeing 1992. Formlega hófst hönnunarvinnan ekki fyrr en í júní 1995, en framleiðslan hófst í desember 1996. 21. nóvember 1997 rúllaði fyrsta Q400-vélin út úr verksmiðjunni en fyrsta flugið var flogið 31. janúar 1998. Í upphafi voru fyrstu afhendingar áætlaðar á fyrsta ársfjórðungi 1999, en ýmis óvænt vandamál urðu til þess að afhendingat töfðust. SAS var fyrsta flugfélagið til þess að staðfesta pönntunn og ef allar áætlanir hafa staðist ætti félagið að vera með 19 vélar í dag. Þann 1. febrúar s.l. höfðu 62 panntanir verið staðfestar frá níu viðskiptavinum í átta löndum, en hver vél kostar 21,4 milljónir dollara eða tæpa 2 milljarða IKR.
Q400-vélin er hugsuð fyrir markað þar sem leggir flugfélaganna eru að meðaltali 550 km eða minni og var vélin aðalega sett til höfuðs ATR72. Þrátt fyrir velgengni lítilla þota sem ætlaðar eru á styttri leiðir segir Bombardier að þotur hafi skapað sinn eigin markað og eru ekki að koma í staðinn fyrir “trúbróproppa”, sem halda sinni hagkvæmni á stryttri leggjum. Bombardier segir að Q400 á 360 km flugleið þurfi 29 farþega til að ferðin komi út á núlli.
Q400-vélin er með skrokk sem er 6.8 m legngri en fyrirrennarinn Q300. Nef vélarinnar og lóðrétti stélflöturinn eru sama hönnun og hjá eldri Dash 8-vélum en lárétti stélfjöturinn er nýr, sem og hallastýri, hæðarstýri og lendingarbúnaðurinn. Skrokkurinn er byggður á hönnun eldri Dash 8 véla, en Q400-vélin er með tvær hurðir vinstrameginn, ein að aftan og ein að framan, en með neyðarútgang gengt þeim hægrameginn. Mikil lengd vélarinnar gerir það að verkum að aðeins reisa vélina um 6° í flugtaki.
Innri vængur og samskeiti vængs og skrokks eru ný, en ytri vængurinn er eldri hönnun þó með þeirri undantekningu að hann er “teigður”. Tveir Pratt & Whitney Canada PW150As hreyflar gefa vélinni 4573 hestöfl.
Vélarnar eru með NVS hljóð- og víbríngadeyfakerfi hannað af Bombardier. Kerfið, sem dregur umtalsvert úr hávaða í farþegarýminu, er stjórnað af tölvu sem fær upplýsingar frá nemum (ATVAs - active tuned vibration absorbers) sem staðsettir eru víðsvegar um skrokkinn.
Í stjórnklefanum eru fimm stórir LCD lita skjáir sem koma upplýsingum til flugmannanna, svipað og í eldri útgáfum Dash 8, og “head-up display” fyrir flugstjóran. Skipan stjórnklefans gerir það að verkum að flugmenn geta verið með tegundaráritun á alla Dash 8 línuna.
Tölfræðin:
Hámarks farflugshraði á 95% afli, á hámarks flugtaks þyngd, er 648 km á klukkustund (350 kts (m.v. 270 kts á Fokker 50)). Mesta flughæð er 25.000 fet. Hámarks drægni með 70 farþega og varaeldsneyti er 2400 km. Vélinn getur tekið allt að 78 farþega.
Afgreiðsluþyngd er 16.580 kg (36,520lb) og hámarks flugtaksþyngd 27.330kg (60,198lb). Span vængjanna er 28.42 m og lengd skrokksins er 32.84 m. Hæð frá jörðu og upp í hæsta punkt stélsins er 8.38 m. Vængflötur er 63.1 m2. Vélinn þarf tvo flugmenn og flugfreyju.
Þrátt fyrir byrjunarörðuleika sem léku SAS grátt ætlar félagið að skipta út öllum Fokker 50 vélum sínum fyrir Q400 vélarnar. Þær hafa komið mjög vel út og fengið lofsamlega dóma í flugtímaritum.
Kveðja,
deTrix