Árið 1970 sátu Boeing menn í vandræðum og reyndu að koma með hugmynd af vél sem gæti fylgt hinni vinsælu 727 eftir. Upphaflega átti næsta útspil að líkjast 727 í útliti en Boeing menn hurfu frá því og ákváðu að koma með vél sem hefði lengri bol, nýjan væng, nýtt nef og flugstjórnarklefa. Hin nýji vængur er ekki eins afturbeygður, nefið ekki eins straumlínulagað og flugstjórnarklefinn allur tæknilegri. Auk þess var sett ný tegund af hreyflum undir 757, öflugri, lágværari, umhverfisvænni og sparneytnari. Hreyflarnir sem Icelandair hefur valið eru af gerðinni RollsRoyce RB211-535E4 sem skila rúmlega 40.200 punda “thusti”.
British Aiways var fyrsti viðskiptavinurinn ásamt Eastern.Boeing réðst því í framleiðslu á 757 í mars 1979. 757 flaug fyrst 19. febrúar 1982 og hóf reglubundið flug í Janúar 1983. Salan á 757 byrjaði hins vegar ekki vel en þegar leið á 9. áratuginn tóku pantanir að berast inn. Þessari aukningu í sölu má þakka að um þetta tímabil hafði farþegafjöldi aukist um allan heim og voru 727 og 737 orðnar of litlar. Í dag er 757 aðeins söluhærri(1049 stk) en 767 (946) en hefur þó ekki tærnar þar sem 737 hefur hælana.
Ólíkt öðrum boeing vélum er enginn “100” týpa til. (sbr. 707-100, 727-100,737-100) heldur fékk fyrsta gerðin nafnið 757-200. Til er afbrigðið 757-200M, það er vél sem er blanda af farþega- og flutningavél en aðeins 1 hefur verið framleidd. -200 og -300 eru nánast eins en -300 er 7.1 meters lengri. 757-200 getur borið allt að 228 farþega, og brúar bilið á mill 737-900 og 757-300.
757 og 767 eru mjög líkar tæknilega séð. Það hefur þann kost að flugmenn á 757 geta farið yfir á 767 án mikillar þjálfunnar og kostnaðar, sem gerir 757/767 parið girnilegt í augum flugfélaga. 757 er líka fyrsta vélin með svokölluðum “EFIS Cockpit” eða “Glass Cockpit” sem var mikil bylting frá gamaldags klukkumælum í 707/727/737 og létti á flugmönnum. Hún er einnig sparneytnasta og hljóðlátasta vélin í sínum flokki. 757 hefur drægi upp á 7.222km, MTOW er 115.680kg, rúmar 43.490l af bensíni og er einir 47.32m á lengd, 3.7m að breidd, 13,6 á hæð og hefur vænghaf uppá 38.50m
Frá upphafi hefur 757 borið 1.3 milljarð farþega, 25.000 hringferðir milli Jarðarinnar og Tunglsins, og að hún er notuð á flugleiðum frá 105 km til 6.890 km
www.fly.is