Var að fá senda dagskránna fyrir kvöldvöku Fyrsta flugs félagsins sem verður haldin í flugskýli Íslandsflugs föstudagskvöldið 25/5.
Ég skora á alla flugáhuga menn að mæta á þennan einstaka viðburð. Kvöldvakan byrjar klukkan 2030 og stendur fram eftir kvöldi. Aðgangseyrir er 1200 kr (ATH ekki hægt að nota greiðslukort). Innifalið í verði er kaffi, gosdrykkir, þýskar pylsur, kartöflusalat (á meðan birgðir endast, miðað við 600 gesti).
Setningarávarp og lífshlaup Gunthers Rall.
Gunnar Þorsteinsson, formaður Fyrsta flugs félagsins.
Flugásar Luftwaffe teknir með trompi.
Pétur P. Johnson, fyrrv. ritstjóri tímaritsins Flugs.
Hvað ætluðu Þjóðverjar sér í flugi á Íslandi á millistríðsárunum.
Þór Whitehead, sagnfræðingur.
Orð í belg um orrustuflugvélar Luftwaffe.
Sigurður Hrafn Guðmundsson, leigubílstjóri.
Talað um tækniundur Luftwaffe í stríðslok.
Ómar Ragnarsson, fréttamaður.
Lífið í Luftwaffe.
Gunther Rall, hershöfðingi.
Luftwaffe, verðugur andstæðingur í lofti.
Þorsteinn E. Jónsson, fyrrv. orrustuflugmaður í RAF.