Einkaflug á Íslandi er dýrt, staðreynd! Ég er í einkaflugnámi og fór upphaflega því mér finnst einfaldlega gaman að fljúga, ekki endilega til að gera það að atvinnu. Svo fór að spá hvernig ég ætti að halda skírteininu við og fara í montferðir með vini og ættingja (og heilla ákveðnar persónur ;) )
Núnú, ég sé fram á að mitt skírteini renni út á leiðinni úr plöstun! Ég skoðaði dæmið og það kostar mig tæpar 10.000 kr að fljúga í 1 klukkutíma á C152 frá WWII(á sama tíma geturu flogið til London fyrir 16.000 kall í hi-tech rellu). Þetta er bara fáranlegt, ekki borga ég 10.000 kall fyrir að rúnta í einn klukkutíma eitt laugardagskvöld niðrí bæ. Til gamans reiknaði ég dæmið og að fékk að það kostar mig, 17 ára gutta á Mözdu 323 '95, 244,08 kr/klst að keyra, miðað við 3ja tíma akstur á dag með tryggingum og bensíni. Svo er víst eitthvað ódýrara að vera í flugklúbb en ég hef ekki skoðað það almmennilega. Ég skil ekki af hverju það þarf að vera svona dýrt að fljúga. Mér finnst það óvirðing við alla þá sem fórnuðu lífi sínu svo maðurinn gæti flogið, að 100 árum síðar erum við að vængstífa okkur með reglugerðum og óþarfa greiðslum sem ekki allir hafa efni á. (hugsaðu þér ef þú þyrftir að borga 5.000 kall til að fá að kjósa) Er ekki hægt einhvern veginn að minnka kostnað í einkafluginu? Minnka hann þannig að almenningur geti flogið án þess að þurfa að borða núðlusúpu vikuna á eftir.
www.fly.is