Jæja, ég sá hvað það er langt síðan sent var hingað efni að ég ákvað að setja inn eina lífsreynslu mína :)
Ég þoli ekki flugvélar, ég er ekki lofthrædd, ég er bara hrædd í flugvélum, það er ekki HÆGT að setja kjur í flugvél og láta eins og allt sé í lagi!
Ég er flughrædd!!
Það sem ég ætla að segja frá er þegar flughræðslamín var í hápunkti! það var í lok 2003 þegar ég var á leiðinni á æfingu í reykjavík með lúðrasveita Æskunnar. Það var fundur fyrir þessa ferð og reynt að finna nýjar og nýjar leiðir til þess að koma okkur til reykjavíkur án þess að fara í flugvél. En það versta gerðist… Flugði var lausnin!
Við 6 sem áttum að fara þangað leiddum saman hesta okkar á Flugstöðinni og ég bókstaflega skalf! Krakkarnir sem voru með mér allir afslappaðir þarna að tala saman á meðan ég nagaði handarbakið og var að fara á taugum. Það var ekkert sérstaklega gott veður og það gerði bara illt verra!
Við fórum í flugvélina og það lá við að ég myndi kyssa jörðina bless, því ég var nokkuð viss um það að ég myndi ekki vera lifandi næst þegar flugvélin myndi lenda (brotlenda). Við sátums í flugvélina og sat vinkona mín ská á móti mér og ein fyrir framan mig, og þessi fyrir framan mig elskar bókstaflega flugvélar, hún er ekkert hrædd við það að vera í flugvél!… Ég sat við gluggan, auðvitað því þetta var fokker (nú já, ég veit sitt og hvað um flugvélar ;]). Og fyrir utan var hreifilinn, ég sat við hreifilinn! Og til þess að gera flughræðslu mína verri sagði vinkona mín.. Nei sko, sjáðu við sjáum þegarflugvélin bilar! Og það lá við að ég myndi hlaupa út og ég endurtók í gríð og erg “hún hrapar, guð hún hrapar.. ekki hrapa” Og þá kom flugmaðurinn og sagði “ef hún hrapar þá lendum við bara á grænlandi” Þetta sló allt saman út! Ég vildi ekkert fá EF ég vildi fá vingjarnlega rödd sem sagði “hún hrapar ekkert, taktu nú eina svefnpillu!!!”. Já, svo fór flugvélin af stað, hún liftist frekar titrandi og ég hélt svo fast í sæti að ég meiddi mig, svo fékk ég að halda í 2 vinkonur mínar og ég meiddi þær, svo ég þurfti að halda aftur í sætið… Þessi flugferð var hræðileg, vinkona mín sem sat fyrir framan mig var að drepast úr hlátri og alveg að semmta sér þegar flugvélin var að hoppa upp og niður.. upp og niður.. en ekki ég, ég var að reyna að grenja ekki!.. Svo brást allt, ég grenjaði! ég hef aldrey á æfinni grenjað svona mikið og það líka eins og nýstunginn grís! Einn kennari minn sem var ú flugvélinni þurfti að koma og halda í hendina á mér, ef það er ekki eitthvað til að skammast sín fyrir þá veit ég ekki hvað.. Ég hætti ekki að grenja fyrr en þegar flugvélin var að lenda og þá fór ég að anda léttar, þangað til að sú þráhyggja greip mig að Það væri sprengja í flugvélinni go þá endurtók ég alltaf “EKKI SPRINGA” og fólkið starði auðvitað bara á mig!
Svo, eins og þið getið kanski séð, er ég enþá lifandi þótt að ég hafi ekki tekið flugvél aftur heim, ég tók í staðinn stóran vörubíl.. sem var enn hræðilegra því að bílstjórinn var perralegur. Sú ferð var nú þannig að hann reykti 3 pakka áður en við hittum á Selfoss, hann var alltaf að kalla mig villing og lét mig þrýfa rúðurnar á bílnum þegar hann var á ferð og sagði síðan að það kæmi honum ekkert á óvart ef bílinn myndi lenda á hliðinni útaf veginum! Ég veit ekki alveg hvort var verra!…
Takk fyrir ;).. Þetta var kanski pointless saga, en hún kom aðeins við flugvélum, vildi bara lífga þetta aðeins upp :D!