Ég get nú frætt þig eitthvað um þetta.
Að taka atvinnuflugmannsréttindi (án blindflugréttinda) á þyrlu kostar ca 5.5 til 6 millj. Að bæta við blindflugsréttindum getur komið til með að kosta ca annað eins í viðbót.
Í augnablikinu er ekki hægt að læra þyrluflug á Íslandi en það var hægt hjá Þyrluþjónustunni ehf áður en samevrópskar reglur JAA fyrir þyrluskírteini (FCL 2) tóku gildi hér á Íslandi.
Ég legg til að þú skoðir þyrlu skóla á netinu til að læra meira um þetta en athugaðu að þú verður að taka svo kölluð JAA réttindi til að geta flogið atvinnuflug í Evrópu. Bandarísk FAA eða Kanadísk skírteini gilda ekki hér.
Þyrlur eru ekkert “svo” dýrar að kaupa. Það er hægt að fá ágæta 2 til 3 sæta þyrlu fyrir um 7 til 10 millj en athugaðu að þær eru mjög dýrar í rekstri. Lítil þyrla sem flýgur t.d. að meðaltali um 100 klt á ári getur kostað að fljúga 30.000 Ikr á klukkutíma með flugskýli og tryggingum.
En það eru líka til þyrlur sem maður getur sett saman sjálfur, ef maður hefur tæknikunnáttu, úr hlutum framleiddum í verksmiðju. Þetta eru svokallaðar heimasmíðaðar vélar (Experimental) en eru í raun frekar heima samsettar úr hlutum sem hafa verið smíðaðir af fagmönnum. Heimasmíðaða vél má að sjálfsögðu ekki nota í atvinnuskyni og það þarf að hafa a.m.k. einkaflugmannsskírteini til að mega fljúga þeim. Það kostar líklega innan við 10.000 kr á tímann að fljúga þannig vél.
Það eru 31 þyrluflugmenn á Íslandi
Heimild skýrsla RNF síða 78:
http://www.rnf.is/media/skyrslur/arsskyrslur/Arsskyrsla_2003.pdf