Vélinni var flogið í rúmar þrjár vikur fyrsta árið og fór á þeim tíma 146 ferðir, sem flestar stóðu yfir í fimm mínútur. Aðeins var hægt að taka einn farþega í senn og greiddi hann 25 krónur fyrir flugferðina. Auk flugferðarinnar fékk farþeginn skjal, þar sem skráð var hve hátt vélin hafði flogið. Lengsta flugið þetta fyrsta árið var til Kaldaðarness í Flóa, þar sem vélin lenti 17. september. Daginn eftir var reynt að fljúga til Vestmannaeyja, en það tókst ekki vegna veðurs.
Eftir þennan reynslutíma var vélin tekin í sundur á nýjan leik og geymd í kössum yfir veturinn, en það var gert til þess að hún yrði ekki fyrir skemmdum yfir vetrartímann. Í júní árið 1920 hófst flugið að nýjum leik frá Vatnsmýrinni og var þá Vestur-Íslendingurinn Frank Frederickson fenginn til að fljúga vélinni.
Heimild: Flugsaga Íslands
Tekið af www.mbl.is
Just ask yourself: WWCD!