Ég fékk eftirfarandi tilkynningu frá Kristjáni Sveinbjörnssyni formanni Svifflugfélags Íslands varðandi bóklegt svifflugnámskeið.
Ég hef sjálfur verið í sviffluginu og er það alveg frábær reynsla og alveg rosalega skemmtileg íþrótt.
Bóklegt svifflugnámskeið.
Nú í lok apríl verður haldið bóklegt námskeið í svifflugi.
Námskeiðið tekur um 20 tíma og verður farið yfir:
flugeðlisfræði, flugreglur, veðurfræði og siglingafræði.
Eftir námskeiðið verður tekið próf hjá Flugmálastjórn sem gefur áfanga
að skírteini svifflugmanns.
Áætlaður kostnaður er kr. 5 000 að viðbættu prófgjaldi.
Allir eru velkomnir að sitja námskeiðið.
Nánari upplýsingar gefa:
Pálmi Franken sími 8990861 netfang paf@vortex.is
Ólafur Briem netfang olafurb@kopavogur.is