TF-FIU / ICE907
Sælir áhugamenn!
Það sem ég skilgreini starf flugfreyjanna er að þau eru í raun að stjana við kaupandan - farþegann. Það sem ég fer að tala um hér fyrir neðan gerðist nú í sumar. Ég vil benda á að ég var mikið að hugsa hvort ég ætti að búa til nýja umræðu - grein. Þar sem ég vil fá svör! :) …
Þann 23. júní síðastliðinn, var ég ásamt fjölskyldu minni á leið heim til Íslands frá Alicante. Áætlaður brottfarartími var (að ég man!!) 14:50. Þegar ég og samferðarmenn mínir vorum kominn á flugvöllinn var flugvélin “estimeituð” í 25 mínútur! Nú var hún áætluð að fara í loftið klukkan 15:15. Svo hélt það áfram. Mesta var 15:40.
Loks var kallað úr kallkerfi flugstöðvarinnar að flug til Keflavíkur væri við gate númer 5 eða 6 og því mætti lappa inn í flugvélina. (man ekki alveg). Þetta “gate” var ekki “gate” sem farþegi á að venjast. - Við löppuðum niður að rampinum og þar biðu okkur flugvallarstrætóar sem keyrðu okkur að flugvél okkar. Ég var mjög hissa þegar ég sá hana. Vélin var nýjasta í flota Icelandair TF-FIU og var alhvít nema við aðadyrnar stóð Volare.
Volare er ítalskt flugfélag frekar nýtt. Sem Icelandair er í samningi við við að fljúga nokkar leggi innan Ítalíu og til nokkurra landa í Evrópu. Icelandair notar TF-FIW (whisky) í leiguflug frá Íslandi til sólarlanda.
Við komum inn í flugvélina og var tekið ágætlega á móti okkur. Samt sem áður, fann ég að áhöfnin væri eitthvað þreytt! ;)… Ég tók einnig eftir, eftir að ég var sestur að bakki með mat í var í sætishólfinu.
Þegar allir farþegarnir voru sestir fór flugstjórinn að segja hvað hafi skeð. Það sem ég hef heyrt var að TF-FIW þurft að taka “emergency landing” á Chania eftir aðeins um 40 mínútna flug. Kviknað hafi í, að mig minnir hægri mótóri og henni snúið við. Því hafi þessi vel TF-FIU komið og sótt okkur. Hún hafi fyrr um daginn komið frá Ítalíu til Alicante.
Eftir að flugstjórinn sagði áfhverju þessar tafir voru, fór yfirflugfreyjan að segja það sama og að þau þurftu að fljúga frá Ítalíu fyrr um daginn eins og áður hefur verið nefnt. Hún sagði að fyrir þeim hafi þetta verið of lítill tími til að koma fyrir mat og voru engar kerrur (þar sem pakkarnir geymast t.d.) aftast né fremst.
Mér fannst sætið óþægilegt. Og hátt þannig að ég þurfti að beygja mig ef til þess að geta horft út.
Maturinn var Egg, Skinka, ítalskt brauð og eitt kókglas því ekki var nógu mikið af gosi í vélinni. Leyft var að fara í flugstjórnarklefan til að drepa tímann.
Það sem ég er að segja hér, er að áhöfnin reyndi hvað hún gat til þess að láta okkur líða sem best. Einmitt það sem hún á að gera! Það voru enginn dagblöð, matur sem var búinn að vera í um 25°C í pakka (orðinn frekar ógeðslegur). Hægt var bara að fá einungis eina kók eða sprite (þessar gostegundir voru einungis til!)
Maður lét sig hafa það og horfði út og reyndi að drepa tíman með því að reyna að finna skemmtiferðaskip siglandi á Atlantshafinu :P(!)…
Ef ég lít tilbaka þá fannst mér þetta takast afbragðs VEL! Flugfreyjurnar gerðu allt til þess að gera þetta flug ánægjulegasta flug. Þarna voru erfiðar aðstæður til þess. En það gekk!
Stundum er gott að koma líka með aðrar fréttir um hitt stórmerkilega flugfélag okkar Íslendinga, Icelandair!
Kveðja…;
sbg