Grein drengsins fjallaði um það, að hann var að biðja um ráðleggingar. Hvort hann ætti að skrifa bréf til Icelandair eða hvað? Ekki um þjónustu hjá öllum öðrum flugfélögum í heiminum, heldur akkúrat þessari flugfreyju.
Hann spurði bara ráða.
Í stað ráða fékk hann umræður um gæði annarra flugfélaga, samanborið við þetta félag, og skammir í garð sjálfrar sín varðandi aldur og þroska sinn.
Við lestur svaranna, kemur oft og iðulega fram að talað sé niður til hans, eins og mér finnst að flugfreyjan hafi gert, en svo litið upp til mannsins fyrir framan (sem greinilega var eldri) og veitt honum fulla þjónustu.
Aldur á ekki að segja til um hvort litið sé niður á fólk eða ekki.
Allir eiga að standa jafnir fyrir augum náungans.
Mín kveðja til drengsins,
með von um að hann haldi áfram að senda inn greinar, þrátt fyrir mikið mótlæti frá flugáhugamönnum.