Ég er ekki í skapi til þess að lesa yfir alla þá pósta sem hafa verið skrifaðir hérna hingað til og ætla mér því eingöngu að svara RayFranco..
Svar við 1.
Já, rétt, farþegum til Íslands fer fjöglandi, en það furðulega er að þó þeim fjölgi þá fjölgar þeim mest frá Þýskalandi og Bandaríkjunum, ekki Danmörku og Bretlandi sem, eins og þú veist, eru einu áfangastaðir Iceland Express. Nýting á sætum hjá Icelandair hefur verið og er í kringum 70-90%, og hefur hvorki minnkað né aukist eftir komi Iceland Exrpess.
Svar við 2.
Bara tvisvar segirðu. Svosem rétt, það hefur einungis gerst tvisvar, en félagið var stofnað fyrir rétt um einu og hálfu ári (fengu ferðaleyfi í desember 2002), tvær bilaðar félag og um 6-10 tíma seinkun í hvert skipti, jafnvel meira, jah, mér þykir það nokkuð mikið..
Svar við 3.
Miði fram og til baka til London með Icelandair kostar 20.670 krónur þegar ég gáði rétt áðan, ég veit ekki hvaðan þú hefur þínar tölur. Þarna er miðað við lægsta verð. Miðinn með Icelandair hefur svo sannarlega lækkað vegna Iceland Express og er það ekkert nema gott og gilt enda er samkeppni ávallt af hinu góða.
Svar við 4.
Samlokur úti í sjoppu eru á verðbilinu 150-200 krónur og langloka er á svona 300 krónur. Svona, ef þú vildir vita það. Maturinn um borð í Icelandair vélum er innifalinn í verðinu og hann er [oftast] af hærri staðal en hjá Iceland Express, enda er Icelandair þriggja stjörnu flugfélag þegar það kemur að þjónustu um borð í vél, mat og öðru slíku og það verður að teljast mjög gott fyrir svona lítið félag sem Icelandair er nefnilega.
Svar við 6.
Ég er ekki að skilja fyrstu setninguna þína og get því ekki svarað því. En ég get svarað seinni hlutanum. Foreldrar þínir hafa lent í einhverju stórfuruðulegu þar sem þetta er svo sannarlega ekki venjulegt hjá Icelandair. Icelandair hafa alltaf reddað sínum viðskiptavinum hótelum ef seinkun verður svo mikil að það er þörf á því. Svo ég spyrji, hvar gerðist þetta ?
Svar við 7.
Iceland Express skipurleggur flug til og frá Íslandi, en sér ekki um það. Iceland Express ber enga ábyrgð á farþegum sem flugrekandi. Iceland Express leigir vélar sínar eins og þú sagðir af Astraeus.
Svar við 8.
Já, samkeppni er góð. Innanlandsflugið er markaður sem nýlega gat byrjað að standa undir rekstri og þá bara eftir að öll félög önnur en Flugfélag Íslands (dótturfélag Flugleiða hf líkt og Icelandair) fóru á hausin eða hættu að fljúga innanlands.
Svar við 10.
Jah, það er jú eitthvað meira sem Icelandair bíður þér upp á í flugi en Iceland Express, og ég ætla fyrst að nefna inflight entertainment, sjónvarpsþætti á flugum til evrópu og kvikmyndir á ferðum til bandaríkjanna. Það þarf auðvitað að borga leyfi til að sýna þetta efni. Auk þess er inni í verðinu hjá Icelandair heitur matur og sitthvað fleira.
Svar við 11.
Gjörólík félög í beinni samkeppni, annað félagið er flugfélag sem sér um viðhald á vélum, sér um að ráða flugmenn (og styður þannig við bakið á íslenskum flugmönnum), sér um rekstur þjónustu í flughöfn, sér um rekstur tækniþjónustu á Keflavíkurflugfelli, og hitt félagið sem leigir vélar erlendis frá og skipurleggur ferðir. Eitt flugfélag, ein ferðaskrifstofa.
Ég ef lítið á móti Iceland Express, en það fer í mig hversu lítið fólk kann að meta það sem Icelandair hefur gert bæði fyrir túrístaiðnaðinn á Íslandi og fyrir flug á Íslandi sem heild. Án þessa félags sem eytt hefur ómældum milljónum króna í kynningu á okkar landi erlendis værum við líklega ekki með jafn góða tækniþjónustu í Keflavík og sitthvað fleira. Icelandair á skilið meiri virðingu en það fær, fólk gagnrýnir Icelandair fyrir allt sem það gerir. Við sjáum stórfrétt um að flug með Icelandair seinki um 4 tíma, en svo kemur það varla í blaðinu að flug með IcelandExpress seinki um 5-10 tíma..furðulegt, já mér þykir það.
Kveðja,
Ómar
Hérna – ég nenni ekki að lesa þetta yfir, endilega póstið svari ef eitthvað hljómar eins og rugl.
Reason is immortal, all else mortal.
Sæll Ómar,
Ég ætla að byrja á því að vitna í grein morgunblaðsins, “Farþegafjöldi Iceland Express var tvöfalt meiri í apríl 2004 en apríl 2003, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Félagið flutti rúmlega 24 þúsund farþega í apríl á þessu ári en um 12 þúsund farþega í sama mánuði árið 2003.
Þá segir í tilkynningunni að Iceland Express hafi tvöfaldað sætaframboð sitt 1. apríl síðastliðinn þegar félagið tók í notkun aðra Boeing 737 þotu og hóf að fljúga tvisvar á dag til Lundúna og Kaupmannahafnar.
Iceland Express flutti 136 þúsund farþega árið 2003 og áætlar að flytja um 270 þúsund farþega á þessu ári,“ segir ennfremur í tilkynningunni.”
Má ég einnig benda á að þú getur keyrt frá þýskalandi til Köben…. en það er eitt sem ég skil ekki, ef að sætanýting IcelandAir hefur ekki breyst neitt síðan IEX kom afhverju fjölgar þeim þá frá Þýskalandi og Bandaríkjunum?
IEX fór sitt fyrsta flug 27.febrúar 2003. Seinkanir og bilanir gerast, eins og ég sagði “Það er enginn fullkominn” Ég man nú ekki eftir því að hafa séð einhverja frétt um það að IceAir hafi seinkað um 4 tíma…..
Ef þú lest svar mitt betur þá skrifaði ég dagsetningu á fluginu, 4.ágúst til 10.ágúst.
"Maturinn um borð í Icelandair vélum er innifalinn í verðinu og hann er [oftast] af hærri staðal en hjá Iceland Express." IEX er með samlokur, ekki heitan mat. Þú ræður ekki hvað þú færð að borða hjá IceAir en hjá IEX ræður þú hvernig samloku eða langloku þú færð þér! Eins og ég hef sagt í öllum mínum svörum, þetta eru tvö mjög ólík félög með öðruvísi markmið!
Sér IEX ekki um flugin? Hvað með þessa 80 starfsmenn fyrirtækisins? Eftir að IEX byrjaði fengu um 80 manns vinnu hjá þeim, fleira fólk var ráðið í störf á flugvellinum, t.d. í afgreiðslu, tollinum, innritun….. Mér finnst rosalega leiðinlegt að þræta um þetta mál, því við erum að tala um svo ólík félög. IcelandAir hefur látið margt gott af sér leiða er ekkert að því að segja. En þú verður líka að átta þig á því að það er soldið skrítið að þeir skuli lækka verðin á flugi til Köben og London svona skyndilega þegar IEX kemur á markað….. En já það þýðir lítið fyrir mig að þræta því það koma víst alltaf einhver önnur svör. Ég hef ferðast margoft með IceAir og átt mínar misjöfnu ferðir sumar mjög góðar og sumar verri. Mér finnst mjög gott að eiga að fyrirtæki sem er búið að vera starfrækt í svona langan tíma en það sem ég er að reyna að koma fram í öllu þessu er að hversu skrítið það var að IceAir hafi lækkað fargjöldin svona rosalega þegar IEX kom? Gátu þeir ekki gert það fyrr?
Mér leiðist það að fólk skuli ekki meta það að bæði félögin eru að skapa eitthvað gott, fleiri ferðalangar koma til landsins sem gerir efnahagslífinu bara gott. Málið snýst ekkert um hver er betri eða verri… því eins og ég sagði, þá eru þetta gjörólík félög. Þú getur samt sem áður ekki annað en viðurkennt að ferðamannastraumur hefði ekki aukist svona mikið nema með komu IEX, og að sjálfsögðu á IceAir líka dágóðan þátt í því. Ég þakka samt fyrir mig og ég vill þakka þeim sem hafa nennt að lesa mín svör, mundu eitt líka IceAir hafa verið til í mörg ár en IEX er rétt að koma sér á fót, gefðu þeim smá sjens. Einnig hefur IEX eytt milljónum í auglýsingar á erlendri grund. All people are created equal!
Og amm…. Nei ég er ekki flugþjónn, væri samt til í það að fá að ferðast frítt :D
Kv. Ray Franco
0
Sæll Ómar…again…:)
Svo ég vitni í þig
“Ekki virðingarlegt að svara segirðu, ertu búinn að kíkja á fyrstu svörin?” og síðan vitna ég í mig “…ðum án þess að heyra hvað allir hafa að segja, þú mátt samt sleppa aula svörunum sem ríktu í upphafi umræðunnar:) ”
Segir allt sem segja þarf. Jafnvel að þú hafir ekki þá nennt að lesa allt mitt svar :)
Ástæðan fyrir því að ég hefði haldið 10 tíma seinkun væri nóg í þessu tilfelli var
A) Þetta var yfir nótt
B) Þegar meðalsvefntímini hjá mansskepnunni er 8 tímar, seinkunin er 10 og þetta er yfir nótt þá á að splæsa hóteli.
C) Icelandair hefur statt og stöðugt verið hampað sem stundvísu félagi (eitt af því stundvísasta í Evrópu ef ég man rétt) og hafa þeir vissulega notfært sér það til að laða að viðskiptavini. Allt í góðu með það. En þá sendir maður ekki viðskiptavinina út á guð og gaddinn þegar þessi fáu óstundvísu skipti koma upp.
En það getur svo sem vel verið að þetta teljist ekki mikil seinkun á mælikvarða flugvélaga. Ég hinsvegar held að Icelandair reyni í einhverjum tilfellum að bæta fólki svona upp ef þeir sjái að annars verði mikil læti í þjóðfélaginu vegna þess. En aftur á móti tel ég þá ekki alltof stressaða yfir því að halda viðskiptavinum sínum góðum, allavega ekki Íslendingum, því hvað ætlaru að gera? Þú lendir illa í þeim, hvert ætlaru þá að snúa viðskiptunum? Ekkert. Þú getur það ekki :) Það er eitt point í umræðuna, vegna þess að við líðum fyrir það hvað heimamarkaðurinn er smár og við getum ekki haldið úti alvöru samkeppni. Ef engin er samkeppnin þá er enginn hvati fyrir flugfélagið að standa sig. Þú bara skiptir við þá eða ferð ekkerrt…..hehe.
Enda er aðal næring Icelandair ekki flug Íslendinga til og frá Íslandi heldur flutningar fólks frá Bandaríkjunum og yfir til meginlands Evrópu og vice versa. Enda eru þeir þar að keppa við önnur flugfélög og þar sinna þeir samkeppninni. Þeir eru yfirleitt ódýrastir á leið sinni yfir hafið.
Spurning hvort að þetta geti nokkurntíman orðið eitthvað skárra fyrir okkur Íslendinga.
0
Og já gleymdi einu….þetta var ekki pakkaferð heldur flug á vegum Icelandair.
0
djjason, og örstutt:
Icelandair reynir að hafa tilbúna hótelgistingu fyrir farþega ef þeir geta verið þar meira en 6 tíma. Ég hef lent í 8 tíma seinkun og fékk ágætis hótelherbergi og gat hvílt mig. Sannleikurinn er sá að þegar þú ert svona úti þá bera starfsmenn flugvallarins ábyrgð á þér og gagnvart flugfélaginu. Það er skrýtið að þú hafir ekki fengið gistingu, en með einni hringingu í þjónustudeild hefðirðu vel getað fengið einhverjar smá bætur fyrir þetta (Hótelnótt erlendis eða á Íslandi, bílaleigubíl erlendis eða á Íslandi, uppfærslu á Saga Class). Þetta er hins vegar eitthvað sem flugfélög verða almennt að treysta á þjónustuaðila sína erlendis til að sjá um.
Flugfélagið nærist líka á viðskipum Íslendinga, það er vegna þeirra sem þeir geta haldið fargjöldum yfir Atlantshafið lágum. Hins vegar væri leiðakerfi þeirra ekki jafn víðtækt ef N-Atlantshafsflugið (sem er mjög erfiður markaður, sjá svar mitt í hinum þræðinum) væri ekki til staðar. Þá gæti staðan hafa verið að þú værir að stressa þig á tengiflugi frá Mílanó gegnum London og heim og klukkutíma seinkun í Mílanó hefði valdið þér ómældu hugarangri og hangsi á Heathrow.
0
Sæll naim.
Gott svar og ég alveg hjartanlega sammála því sem þú segir með hótelgistinguna. Auðvitað er það þannig í einhverjum tilvikum að það sé meiriháttar aðgerð að koma fólkinu (þótt fá séu) á hótel til að mynda vegna fjarlægðar og starfsfólk erlendis sem vinnur fyrir Icelandair er misjafnt eins og það er margt. Það sem mér gramdist hinsvegar í þessu svari þínu var þessi setning sem innihélt “…en með einni hringingu í þjónustudeild hefð…”. Ég hef komið inn á þetta áður í öðrum umræðum um Icelandair einmitt í tengslum við sama eða svipaðar aðstæður. Alltaf þarf ég alltaf að “leita” eftir því að fá hlutina bætta upp ef eitthvað fór úrskeiðis. Er það ekki hlutverk Icelandair sem þjónustufyrirtækis að halda uppi góðri þjónustu við viðskiptavini. Er ekki góð þjónusta líka að bæta viðskiptavinum sínum það upp þegar eitthvað fer úrskeiðis til þess að halda í ánægjustig viðskiptavinarins.
Eins og ég hef áður sagt þá hef ég ekkert á Icelandair og lít mikið upp til þeirra eins og áður segir og hylli þá fyrir það mikla starf sem þeir hafa unnið í þágu landkynningar. En fyrir mér þá virðist ríkja þessi hugsun innan herbúða Icelandair að hugsa bara vel um þig ef þú tuðar. Það vantar alltaf frumkvæðið. Það segi ég vegna þess að ég get nefnt önnur atvik sem ekki voru endilega seinkun á vél þar sem Icelandair var bara einfaldlega ekki að standa sig. Ég ætla nú ekki að fara í þau nákvæmlega enda útfyrir efni þráðarins að tala um einstök tilfelli kanski en þar kom heldur engar afsakanir eða uppbætur af frumkvæði fyrirtækisins.
Annað sem mig langaði að minnast á var varðandi hitt svarið þitt þar sem þú spyrð hvort eittvhað sé athugavert við það að Icelandair lækki miðaverð á leiðum sem samkeppni er á. Auðvitað er það ekkert athugavert. Það má deila um það hvort það sé athugavert að nota síðan gróða af öðrum leiðum til að bæta upp tapið sem þú verður þá fyrir á þeim leiðum sem þú lækkaðir verðið á. Flest fyrirtæki eru rekin með það að markmiði að skila hagnaði. Ef Icelandair í þessu tilfelli hefði ætlað að lækka miðaverðið til þess að koma á móts við neytentur þá ættu þeir að sjálfsögðu að lækka það það mikið að það myndi enn skila hagnaði. Er það ekki rökrétt því þeir ættu ekki að geta farið jafn langt niður og IEX því þeir eru ekki lággjaldafélag og eru þar af leiðandi með meiri þjónustu. Er þá ekki eðlilegt að það kosti meira að fara með þeim, ég hefði haldið það.
Hinsvegar kaus Icelandair ekki að taka á þessu máli á þennan máta, að selja farmiða á lægsta mögulega verðinu án þess að tapa heldur flugu þeir leiðarnar með tapi og í krafti stærðar sinnar borguðu upp það tap með hagnaði af öðrum leiðum. Til hvers? Nú auðvitað vegna þess að IEX hefur enga svona sjóði til að bakka upp sínar ferðir. Og hver er þá tilgangurinn? Halda miðaverðinu nógu lágu og borga upp tap nógu lengi svo IEX hrökklist af markaðinum og einungis eitt félag standi eftir eitt að markaðinum. Þú veist það jafn vel og ég að ef Icelandair væri eitt að fljúga til Kaupmannahafnar þá myndu þeir ekki vísvitandi fljúga þær leiðar á tapi…ekki satt?
Þetta atvik verður í stuttu máli lýst sem óheiðarlegri samkeppni og er til háborinnar skammar fyrir virðulegt fyrirtæki eins og Icelandair. Að leggjast þetta lágt eingöngu til þess bola heilbrigðri samkeppni frá. Enda var gerð athugasemd við þetta frá Samkeppninsstofnun og hömlur settar á miðaverð hjá Icelandair.
Afhverju hömlur á miðaverð þeirra? Til að halda úti samkeppni því ef ekki væru settar hömlur þá myndi Icelandair valta yfir alla þá sem vildu skapa samkeppnishæft umhverfi. Og viljum við það ekki, ég allavega vil það. Ég held að það myndi heyrast ansi mikið í Íslendingum ef það væri einn aðili með 100% af matvöruverslununm, ein sjónvarpsstöð, ein leigubílastöð, einn skemmtistaður ein veitingastaður, eitt rútufyrirtæki osfrv.
Samkeppni leiðir til þess að þú þarft að laða að viðskiptavinina….þá þýðir ekkert að gefa skít í viðskiptavinina….þeir fara þá bara með samkeppnisaðilanum:)
Takk fyrir :) ég er orðinn þreyttur í puttunum.
0
Nú er ég náttúrulega ekki kunnugur innviðum Icelandair þannig að ég get ekki lofað þér því að þetta sé svona sem þetta gerist, en almennt í flugheiminum er þetta gert svona og svörin eru iðulega: Hitt félagið hefur alveg sama rétt og við til að stofna til fleiri leiða. Hins vegar getur vel verið að þessar leiðir séu enn á eða yfir núllinu einfaldlega vegna hagræðingar í rekstri. Sökum stærðar sinnar gæti Icelandair læækað fargjöldin töluvert meira heldur en gert er og þar með undirboðið samkeppnisaðilann. Það er hins vegar ólöglegt og ósiðlegt, en meðan það er ekki gert sé ég ekkert mikið að því að ef hægt er að bjóða lágt verð sé það gert. En ég hef oft verið þekktur fyrir kalda fyrirtækjahugsun að vísu. Ég hefði átt að skýra betur í mínu svari að um hugnmynd en ekki staðreynd var að ræða. Ég ítreka að ég veit ekki hvernig þessu er háttað hjá Icelandair en mig grunuar að samkeppnisstofnun hafi gott eftirlit með þessu enda er þetta áberandi samkeppni.
Varðandi eitt símtal í þjónustudeild. Já það er alveg fullkomlega eðlilegt að þú berir þig eftir björginni, fargjöldin eru ekki það há að þau réttlæti þann tíma og peninga sem fara í að hafa samband við hvern einasta farþega að lokinni ferð. Það er bara ekki innifalið. Þú getur samið við félagið um skaðabætur en engu flugfélagi myndi detta í hug að fara að eltast við alla farþegana til þess eins að gefa þeim eitthvað. Slíkt er bara ekki innifalið í miðaverðinu.
Þetta er bara sértilvik af því að sá sem brotið er á kærir brotið, sá sem brýtur á leitar ekki uppi þá sem brotið hefur verið á til að láta þá kæra sig.
Að þessu sögðu hef ég aldrei lent í seinkun eða öðru hjá neinu flugfélagi án þess að félagið hafi hvatt farþega til að hringja ef þeir eru óánægðir. Því miður er þetta eina frumkvæðið sem fyrirtæki í svona rekstri getur sýnt.
0
Kaupi þetta svar þitt alveg með að bera sig eftir björginni. Það er náttúrulega eðlilegt…..eina ástæðan fyrir því að ég hampa alltaf á frumkvæðinu er að á einhverjum tímapunkti er verið að bera sig eftir björginni…..td í mínum tilfellum þá var það einhver á vegum Icelandair sem segir að seinkunin er staðreynd þá lætur maður vissulega í ljós gremjuna og segir “og hvað ætlið þið að gera til að bæta mér þetta upp”? Eða í öðrum tilfellum hef ég beint sagt við starfsfólk að ég sé óánægður og spyr hvort ekki sé hægt að bæta mér það upp og það aldrei gerist.
Þannig að ég hef vissulega stigið skref í átt að leita uppbóta fyrir þeirra mistök en ég hef samt aldrei farið í hart og það er svona tilfinningin sem ég hef af Icelandair að maður fær ekki neitt nema maður fari í verulega “HART” við þá.
0
Svona smá komment í sambandi við það þegar Samkeppnisstofnun bannaði Icelandair að undirbjóða Iceland Express, smá samsæriskenning frá mér.
Ég held að ástæðan fyrir því að þetta hafi flogið í gegn sé sú að Icelandair er því miður ekki mjög vel liðið hérna á Íslandi, ekki spyrja mig af hverju. Við þekkjum nefnilega samskonar undirboð mjög mjög vel af matvörumarkaðnum, en Bónus hefur oftar en ekki verið staðið að því að selja vörur undir heildsöluverði til þess að undirbjóða samkeppnisaðila. Bónus hefur djúpa vasa, getur boðið upp á þetta og þegar samkeppnin getur hreinlega ekki haldið verðinu svona lágu og hækkar aftur, þá hefur Bónus fylgt í kjölfarið og hækkað verðið upp yfir heildsöluverð. Ég spyr .. er þetta ekki svolítið furðulegt, af hverju gerir enginn neitt í þessu? Einfallt; Bónus er vinsælt fyrirtæki, fólkinu í landinu er vel við það og því er enginn þrýstingur á það.
Reason is immortal, all else mortal.
0
Er það samt raunin? Er Baugur nokkuð það vel liðið fyrirtæki ég held ekki.
Hinsvegar býður matvörumarkaðurinn upp á miklumeiri samkeppni en flugið sem kanski lýsir sér í því að ekkert er að hafst þegar undirboð á sér stað þar. Við erum með tvær stórar blokkir sem keppa á matvörumarkaðinum plús nokkrar minni og þær þrífast alltaf þó svo að Bónus undirbjóði. Þetta gengur ekki upp á flugmarkaðinum bara einfaldlega vegna stærðar. Er það ekki bara skýringin á aðgerðarleysinu á matvörumarkaðinum? Hann þolir svona tímabundin undirboðsstríð, þ.e.a.s. fyrirtæki lifa það af að mestu leiti en flugmarkaðurinn myndi ekki gera það.
0
djjason:
hvaðan hefur þú allar þessar upplýsingar um að Icelandair hafi “borgað upp tap af” (væntanlega) Köben og London með hagnaði af öðrum leiðum? Icelandair voru farnir að lækka fargjöld löngu áður en Iceland Express hóf starfsemi og ekki minnkaði það þegar fréttist að nýtt “flugfélag” (sem síðan varð farmiðasala) væri að koma á markaðinn. Icelandair hefur sparað gríðarlega í rekstri undanfarin ár, til dæmis með því að færa farmiðasölu á netið, og fækkuðu m.a. um tvær söluskrifstofur í Reykjavík á tveimur árum. Núverandi söluskrifstofa er auk þess helmingi minni en sú sem var í Kringlunni.
Þeir hjá Samkeppnisstofnun voru nú svo litaðir í fyrstu afstöðu sinni til þessa fargjaldastríðs að það lá við að þeir væru með IcelandExpress logoið á enninu. Ég sat í fyrra á fyrirlestri hjá konu sem var lögfræðingur þar og jeminn hvað manneskjan var biased.
Þú segir að IceExpress hafi enga sjóði til að bakka upp “svona starfsemi”. Ég myndi nú ekki vera svona viss um það. Það er einhver peningamaskína á bakvið þetta fyrirtæki, því það þarf mikla aura til að moka í svona rekstur eins og hann hefur verið hjá þeim.
0
RayFranco, það er tvennt sem mig langar að benda þér á.
1. Það er ekkert skrítið við það að Icelandair lækki fargjöld á samkeppnisleiðum þegar IEX kemur á markað. Af hverju? Í staðinn fyrir að keyra þær á break-even verði lækkar það verðið undir kostnaðarverð og lætur aðrar leiðir bæta það upp. Þetta er ekkert skrítið og hefur alltaf verið gert í flugiðnaðinum, alltaf!
2. Sú prósenta ferðamanna sem kemur með IEX er mjög lítil, mjög stór hluti fólks sem ferðast með IEX eru Íslendingar. Að láta sér detta í hug að segja að IEX eigi álíka mikinn eða jafnvel meiri þátt í aukningu ferðamanna en IceAir er fjarstæða. Icelandair hefur í áratugi stanslaust auglýst Ísland sem áfangastað og komið okkur á kortið. Áður en þessar herferðir byrjuðu var ferðamannastraumurinn lítill og aðallega frá norðurlöndunum. Nú koma ferðamenn alls staðar að úr heiminum og hefur fjölgað gríðarlega á síðustu 6-8 árum, tengiflugið í gegnum Ísland skapar mikinn straum þó þeir stoppi stutt. Bæði félögin eiga sinn þátt í þessu en Icelandair hefur unnið gríðarlega grunnvinnu því þeir hafa unnið langharðast að því að gera landið að þeim áhugaverða áfangastað sem það virðist vera orðið í augum útlendinga. Iceland Express hafa komið sterkir inn undanfarið og þeir eru mjög virðingarverðir en það má ekki gleyma öllu sem á undan hefur gengið.
0
neim: það koma fullt af útlendingum með Iceland Express til Íslands, ég bý úti á landi þar sem rekin er ferðaþjónusta á bænum þar sem ég á heima (út í sveit), og ég veit ekki hvað margt fólk hefur sagt okkur að það hafi komið til Íslands með Iceland Express því það væri orðið svo ódýrt…
þú skilur hvað ég meina
0