Ég hef oft upplifað það í flugtaki og lendingu er að fá hræðilegar hellur. Verkurinn leiðir niður um andlitið og það er rosalega erfitt að tala. Þetta hefur háð mér mjög mikið í lendingum aðallega og um leið og flugvélin lækkar þá byrjar þessi sársauki í eyrunum.

Ég hins vegar fór til læknis og hann benti mér á það einfalda ráð að nota nefúða 10 mín áður en flugvélin fer af stað eða lækkar flug. Ástæða þess að þessi verkur kemur hjá sumum er vegna þess að göng sem liggja á milli nefs og eyra eru of þröng…

Ég prófaði það og það svínvirkaði og aldrei áður hef ég upplifað eins góðar flugstundir. Ástæða þess að ég skrifa þetta er nú bara til að hjálpa öðrum sem finna einnig fyrir þessum verkjum.

vona að þetta geti hjálpað öðrum sem hafa lenda einnig í þessu..

Kveðja

Plebba