Ég hef ætlað að verða flugmaður síðan ég man eftir mér, ég ætla að fara að byrja að læra en foreldrar mínir eru efins og vilja ekki gerast ábyrgðarmenn. Ég er búinn að læra vélstjórann og get unnið við það þar til ég fæ atvinnutækifæri í flugi. Ég fæ bráðum milljón til að eyða í flugið, ég er búinn að gera samning og ég ætla að læra þetta. Hver er áhættan? Fær maður vinnu við þetta eða er þetta áhætta til einskis? Eru ekki margir flugmenn skuldugir uppfyrir haus sem vinna bara lagerstörf eða álika. Hvað þarf ég að gera til að fá vinnu við þetta. Ég geri allt fyrir þetta og það er sama hvað stendur í vegi fyrir mér. Hafið þið ráðleggingar?

Kveðja Nonni.