Tek ekkert smá undir þetta. Ég vinn í tollinum og sé þegar að fólk er að koma til landsins eftir þessar sérferðir, alsælt og/eða jafnvel búið að gera góð innkaup ef þetta er spes innkaupaferð.
Sem dæmi að þá var farin ferð í fyrra til Saint John í Kanada þar sem verðlag er mun betra en í USA og það var stöppuð júmbóþota sem kom kjaftfyllt og svo kjaftfyllt að ekki komst allt fyrir og þurfti eitthvað að koma með 40 feta gámum (2 eða 3 held ég). Ég er í svona áhugagrúbbu um jólin inni á Yahoo.com og þar var talað um þessa ferð af einhverjum Kanadabúum og þar hafði borgarstjórinn talað um að hinir crazy (jákvætt meint) icelanders shopped for 5 million canadian dollars. Allir sem áttu búðir sem Íslendingar komu í voru orðlausir yfir eyðslu og innkaupagleði okkar og skemmtilegu viðmóti og var það von borgarstjórans að þetta myndi halda áfram. Þannig að þið sjáið að þetta er ekki bara spurning um markaðssetningu á okkur sjálfum, heldur líka orðspor sem við sköpum okkur erlendis.
Við erum til dæmis mjög vel liðin af Skotum og Írum vegna mikillar verslunar við þá.
Nýleg könnun sem gaf það út að við værum dýrasta ferðamannaland í heimi þýðir það að hvert sem við förum að þá eru hlutirnir ódýrari. Sjáið bara Asíu, og þá er ég aðallega að tala um Tæland. Ef að það væri boðið upp á sérstakar verslunarferðir þangað að þá væri það frábært. Vika eins og þú segir í grein þinni.
Svo er örugglega líka ódýrara að versla í miðríkum Bandaríkjanna heldur en í Flórída og New York og þessum stöðum. En þetta veit ég ekki víst en geri ráð fyrir. Það er nú ekki beint eins og straumurinn liggi til Wisconsin eða North Dakota eða Wyoming til að versla.
Gott í bili og ekki lenda á röngum kili þó þið tapið í spili:)