Ég var að fletta mogganum í dag og sá smáauglýsingu frá Flugskóla Íslands sem var einhvernveginn svona :
“Láttu drauminn rætast. B737 tegundanámskeið að byrja aftur. Næsta námskeið 24. maí.”
Það stóð ekki hvað það kostaði en mér skilst að þetta séu rúmlega 2 milljónir, svo er þetta auðvitað líka á flugskoli.is
Af hverju er verið að halda svona mikið af þessum tegundanámskeiðum? Er fólk í alvörunni að borga þessi námskeið úr eigin vasa eða eru flugfélögin bara að halda þetta?
Ég þekki flugkennara sem fékk vinnu hjá Flugleiðum (B757) um daginn og hann var ekki einusinni með 1000 tíma, bara kennaratíma á C-152 og einhverja twin tíma, kannski 100.
Svo þekki ég annan sem keypti sér B737 tékk á 2 milljónir og hann er, að ég held, ekki enn kominn með vinnu?
Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? Þurfa allir að kaupa sér tékk á næstu árum eða er þetta tímabundið? Ég veit að þetta hefur verið rætt hérna áður en eru ekki til einhver skýr svör við þessu? :)
MCC námskeið eru vinsæl núna og svo er hægt að taka eitthvað sem heitir JOT hjá Oxford í Bretlandi, en það er víst einhvers konar þotuþjálfun.
Ég get a.m.k. sagt fyrir mitt leyti að það kæmi ekki til greina að ég myndi sjálfur borga þjálfun á þotu, ofaná allt hitt atvinnuflugmannsnámið! Ekki einusinni þótt mér væri boðin flugstjórastaða á B777 með milljón á mánuði, mér finnst þetta einfaldlega dónaskapur.
Er það venja að skrifstofumenn í Reykjavík borgi yfirmönnum sínum fyrir að kenna þeim á ljósritunarvélina???
Vinnuveitandi ræður starfsmann í vinnu útaf hæfileikum og kunnáttu hans (s.s. flugtímum, atvinnuflugmannsprófi eða góðum einkunnum á JAR prófum í þessu tilfelli) en sér sjálfur um að kenna honum á tækin sem hann á að nota í vinnunni (þ.e. þotutékkið).
Er auk þess tryggt að bestu flugmennirnir fái vinnu með þessu fyrirkomulagi? Lélegur flugmaður kann að fá vinnu af því hann keypti sér tékk en góður flugmaður ekki af því hann hafði ekki efni á því.
Þetta er fáránleg þróun og flugfélögin og flugmennirnir gera lítið úr vinnu sinni og menntum með því að stunda þetta.