Það sem AutoGen gerir er að þegar flogið er yfir borgir, bæi, sveitabæi o.s.fr.v. þá setur þetta forrit sjálfkrafa inn öll hús, tré, bíla og annað sem fellur undir viðkomandi scenery.
Þetta gerir það að verkum að leikurinn verður mun léttari í keyrslu þar sem að öll hús, tré, bílar og allt annað sem leikurinn keyrir verða bara í notkun á viðkomandi svæði sem flogið er á.
AutoGen býr einnig til flugumferð á flugvöllum og í kring um þá, og á þá að vera með einhverskonar gervigreind sem gerir það að verkum að þegar maður er kominn á lokastefnu eða að gera sig tilbúinn til flugtaks, þá komi ekki einhver önnur vél og bókstaflega keyri yfir mann líkt og í eldri útgáfum af þessum frábæra leik.
Eitt af því sem Microsoft gerir út á með þessa nýjustu viðbót er að hafa leikinn mun léttari og hraðvirkari í keyrslu, og miðað við fregnir af leiknum ætti maður að sleppa við að gera nokkrar breytingar á gömlu tölvunni sem er nánast búinn að bræða úr sér við að “reyna” að keyra FS2000.
Undirritaður hefur lesið greinar eftir nokkra höfunda sem hafa prufað FS2002 hjá Microsoft og eru þeir allir sammála um að loksins séum við að fá leik sem sé hreinlega “Brilliant” og voru þetta menn sem gagnrýndu FS2000 hvað mest.
Þannig ég held að miðað við allt sem maður hefur heyrt af þessari nýjustu afurð Microsoft þá verður maður einn af mörgum fyrir utan BT þann haust morgun sem þessi leikur verður fyrst seldur á Íslandi þegar veðrið verður of lélegt fyrir nokkuð annað en tölvuflugið:)