Ipfreely og Jettison!
Takk fyrir álitið á greininni! En ég er ekki sammála ykkur. Þykir ykkur eðlilegt að peningar eigi að ráða því hverjir fara í flugnám? Ef þið eruð hræddir við það að “allir” færu í ódýrt flugnám, og myndu sækja um sömu stöður og þið eruð að sækja um, er þá ekki bara meiri krafa að þið standið ykkur betur? Auðvitað væri best að sem flestir færu í flugnám, þá væru meiri líkur á að tína út hæfari einstaklinga. Ég verð að segja að mér þykir þetta barnalegt sjónarmið hjá ykkur!
Þið talið líka um að umsækjandi með check og eitthvað örlítið meiri tíma en aðrir, að hann eigi að hagnast á “reynslunni”. Hversu mikil reynsla er það að hafa check á einherja vél (simmi og 6 lendingar), og örlítið meiri tíma en aðrir, þegar litið er til 35 ára? Flugfélag ræður mann ekki til skamms tíma, það er verið að ráða manninn til 30-35 ára (þar til menn ná 65 ára aldri), er þá check-ur og fleiri piston twin tímar mikil reynsla? Það getur vel verið að “reynslumaðurinn” sýni meiri þekkingu fyrstu dagana í nýrri vinnu, en ef hann er ekki “góður efniviður” þá verður hann slappur í samanburði við aðra næstu 34 árin!!! “Reynslulitli drengurinn” sem skaraði framúr í ráðningunni, en var bara með 30 piston twin tíma, og dreymdi bara um check en gat ekki fjármagnað hann, hann þurfti að hafa heilmikið fyrir simmanum og línuþjálfun en sökum hæfni hans þá var hann mun fljótari að aðlagast og læra nýja hulti, og var orðinn færari en “reynslubolotinn” eftir 2 mánuði!!! Svona bara er þetta, siple as that!!! Check-ur er engin sía, heldur buisness þeirra sem selja hann. Menn geta haft einhver próf, flugfræði eða sálfræði, en þegar allt kemur til alls þá er þetta bara buisness! Haldið þið að Flugskóli Íslands selji bara í 6 CBT tölvur, þegar það eru 10 CBT tölvur available í CBT stofunni?…nei, þeir selja í þær allar.
Hitt er annað mál, að mjög hæfur einstaklingur með check á þá vél sem flugfélag auglýsir eftir flugmönnum á, með MCC réttindi og allann pakkann á auðvitað að hagnast á því! Hann er búinn að sýna að hann er hæfur í viðkomandi ráðningu, og hann sparar flugfélaginu konstnað,…inn með hann! Kaup á check á ekki að vera “final örþrifaráð” flumanna sem eru 10 sinnum búnir að fá nei í fjölda ráðninga, það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því (svo lengi sem ráðningarferli viðkomandi flugfélags er í lagi)!
Með von um góða og líflega umræðu!
Godzilla
Nokkuð til í þessu hjá síðasta ræðumanni. Auðvita finnst mér það ekki að peningar eigi að ráða því hver fer að læra að fljuga, skrifaði það aldrei, er að segja að þangað til að flugfélög byrja að sponsora fólk í flugnám þá verður þetta svona. Mér finnst vera barnalegt hjá þér að hugsa að þetta sé eitthvað að fara breytast verulega, það mun því ver og miður ekki gerast held ég. Þú veist það líka sjálf/ur að markaðurinn hér á Íslandi er þröngur og það eru sumir sem þurfa að kaupa sér tékk einfaldlega útaf því að þeir eiga enga að, þ.e.a.s þeir eru ekki í klíkunni!
Flugfélögin eru með reynslu-tíma eins og þú örugglega veist (held að það séu 8 mánuðir) og ef viðkomandi aðili er ekki að standa sig (ekki rétti efniviðurinn eins og þú orðar það) þá fær hann ekki að halda áfram, fær ekki að vera áfram næstu 30 árin, svo einfalt er það! Hann getur samt hafa staðið sig vel í öllum prófum en svo þegar komið er á línuna/eða byrjar í simma þá er viðkomandi aðili að kúka á sig.
Það er lang oftast þannig að sá sem er búinn að fljúga meira er betri þegar kemur að simmanum, auðvita eru til undantekningar samt. Mér þætti gaman að fá að vita hvernig rétti “characterinn” er í flugnám hjá þér? Ég er ekki að segja að flugnám sé létt en einhvern veginn finnst mér þú vera að mikla þetta svolítið. Maður/kona með meðal greind getur operatað vél frá A til B, rétti aðilinn er sá sem er yfirvegaður þegar eitthvað kemur uppá.
Ég held að flugfélögin séu engir kjánar, ef þau eru búinn að taka sama aðilann í 10 viðtöl og vilja ekkert með hann hafa, ráða hann ekki síðan eftir 3 mánuði bara útaf því að hann er búinn að kaupa tékkinn, það er ekki svoleiðis.
Segi það sama,
með von um góða og skemmtilega umræðu :)
0
Það vita hér allir sem einn að flugnám kostar 3,5-4 milljónir með MCC. Síðan er vinnutap og námslán og annar kostnaður sem fylgir. Ef menn rétt komnir með 200 tíma og ætla síðan að sigra heiminn með því að kaupa tékk þá er næsti maður vinsamlegast beðinn að toga nýgræðinginn niður á jörðina. Flugfélögin eru með lágmark 500 tíma. Nota bene lágmark. Laun flugmanna standa engan veginn undir öllum þessum lántökum. Byrjunarlaun flugmanns er á bilinu 315-320 þús. Með 6 kúlur í mínus gengur þetta ekki upp.
Ef maður er skuldlítil eftir flugnám og þarf bara um eiginn rass að hugsa þá fyrst er raunhæft að standa í skilum á láninu fyrir tékknum. Nema menn eigi fyrir honum þá er það bara hið besta mál fyrir hann. Ef hann er ekki með 500 tíma þá er ekkert vit í að taka þennan tékk.
Það er satt og rétt að meðalgreindur flugmaður getur komið vél frá A til B. En getur þessi maður unnið með öðrum? Eru mannlegu samskipti þessa manns í lagi? Hvernig bregst þessi maður við undir álagi? Fluggáfaður einstaklingur getur verið góður flugmaður en gjörsamlega óhæfur að vinna með öðrum. Þessi inntökupróf sem maður hefur verið taka undanfarið snúast um allt annað heldur en hvort maður sé með tékk eða góður flugmaður. Heldur hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú virkar með öðrum,sálarástand þitt, framkoma, fas, gagnvirk greind, hæfileiki til að læra og að lokum hvort þú getir flogið.
Þessi tékkakaup eru ekkert annað en að grafa undan kollegum okkar og næstu kynslóð flugmanna. Það er spurning um að hætta að grafa þegar holan er of djúp til að komast upp. Þetta er að auka kostnaðinn við námið án þess þó að laun hækki. Þessi kostnaður hefur alltaf legið hjá flugfélögunum og þetta færðist bara til í niðursveiflunni. Og hefur gerst áður. Þetta er að lokum spurning um framboð og eftirspurn. Galdurinn er að bíða nógu lengi til að eftirspurnin fari að saxa á framboðið. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin og breytist víst lítið.
kveðja
Lowpass
0
Lowpass: Ef menn rétt komnir með 200 tíma og ætla síðan að sigra heiminn með því að kaupa tékk þá er næsti maður vinsamlegast beðinn að toga nýgræðinginn niður á jörðina.
Það er nú reyndar ekki alveg rétt! Það er hellingur til af flugfélögum sem að biðja bara um Frozen ATPL og Type Ratingu…..
Heill hellingur!
0
Bara frozen ATPL og type rating. I don´t think so. Flest flugfélög hafa tímalágmörk. Skoðaðu m.a. PPJN og auglýsingar í Flight. Flestir biðja um yfir 1000 tíma og 500 á týpu. Heill hellingur. Menn með 200 tíma og typeratingu uppfylla ekki tímakröfur flestra. Það er afar sjaldgæft að menn taki áhættuna með 200 tíma að kaup tékk sem betur fer. Menn verða að stíga varlega til jarðar og fá vilyrði fyrir vinnu áður en þeir leggjast í þennan pakka.
Með von um skynsama umræðu
Lowpass
0
Ég held að fá flugfélög myndu nokkurn tíman ráða mann með undir 500 tímum, einfaldlega vegna trygginga.
Eins og flestir vita eru tryggingar á flugvélum dýrar. Það sem helst getur breytt verðinu eru tímatakmarkanir (fyrir utan kennsluleyfi, auðvitað). Mörkin eru í 101, 251 og 501 tíma (því hærri sem mörkin eru, því ódýrari tryggingar). Þó að ég hafi persónulega aldrei tryggt B757, þá held ég að ekkert vit sé í öðru en að tryggja þessar vélar með 501 tíma lágmarki og ég efast um að nokkuð flugfélag láti sér detta annað í hug.
0
Ha ha. Sælir aftur
Þar sem ég hef unnið við rekstur véla í þó nokkurn tíma þá vill ég benda á nokkrar staðreyndir í sambandi við tryggingamálin hans Kristofers. Kristofer, mér fynnst flott að þú viljir tryggja félagið þitt fyrir 501 tíma þar sem þú ert örugglega með 502.
Þetta tryggingatal er eingöngu tæki sem flugfélögin nota til að setja sér standard í tímafjölda nýrra flugmanna. Þessar tryggingar kveða ekkert á um það hversu marga tíma flugmaður þarf að hafa.
Megi koma sá dagur þar sem flugmenn dragi sig upp úr þessum svartsýnis pitti og njóti þess að vera flugmenn.
Kær kv
Jettison
0
Jettison,
Ég vil barasta tryggja vélarnar mínar fyrir enga tíma, því að ég er bara með rétt tæpa 100. :)
Með fullri virðingu fyrir reynslu þinni af flugrekstri, þá veit ég, sem félagi í flugklúbbi sem borgar himinháar tryggingar, að tryggingar *eru* ódýrari eftir því sem lágmarkstímafjöldi flugmanna sem fljúga þeim er hærri.
Kveðja,
Kristófer - glænýr einkaflugmaður með sorglega fáa tíma. :)
0
Já ég skil þig.
En varstu ekki annars að tala um farþegaflug?
kv
Jettison
0
Er ekki málið strákar samt að við höfum sjálfir verið að stuðla að ódýrari fargjöldum með því að vera kaupa þessa tékka og þar sem sparað flugfélögunum verulegar fjárhæðir?
Getum við ekki “kennt” okkur sjálfum svoldið um? Held að við gefum alltof mikið eftir í sambandi við ráðningar og slíkt, við látum bjóða okkur nánast hvað sem er, bara fyrir að fá að operaita? Það væri draumur að sjá þessa þróun snúast við og láta flugfélögin ná í okkur.
Flug.
0
AAAAAARRRRGH!!! Svo lengi sem fólk borgar fyrir þessi “type rating” námskeið þá gera flugfélögin meiri kröfur til þess að fólk sé með þetta!!! Ef enginn fer á þetta þá geta flugfélögin ekki krafist þess lengur. Ég mun ALDREI borga 2-3 millur til að taka einhverja “type ratingu”, NEVER. Ég bíð frekar aðeins lengur með að fá vinnu heldur en að setja mig í enn frekari skuldir, þetta kostar nógu mikið fyrir! Staðreyndin er sú að ef þú ÆTLAR ÞÉR að verða flugmaður þá verður þú flugmaður!!! AMEN!!
0