Í nokkur ár hafa manneskjur verið að reyna að bæta hina miklu jómbó flugvél eða Boeing 747!!
Núna hefur Airbus hannað nýja flugvél sem á að vera framleidd árið 2005.
Þessi flugvél heitir Airbus A380 og til að bera hana saman við Boeing 747 þá er hér smá tafla:
Airbus A380 | Boeing 747
|
Lengd:72,7 m. | Lengd:70,7 m.
Hæð:24,1 m. | Hæð:19,4 m.
Hraði:950 km/klst. | Hraði:912 km/klst
Farþegar:555 | Farþegar:416
Þyngd:240 tonn | Þyngd:184,8 tonn
Þolir:560 tonn | Þolir:396,9 tonn
Lendingarhjól:20 | Lendingarhjól:16
————————————- ——–
Vissar flugbrautir eiga eftir að verða stækkaðar til þess að þessi gríðarlega flugvél sem oft hefur verið nefnd sem Súperjúmbó geti lent þar.
Til þess að gera Airbus A380 eins létt og mögulegt hefur maður notað öðruvísi efni, svokallað léttefni í hana sem léttir hana um 10-15 tonn!!!
Gólf-flatarmálið í A380 er 45% stærra en í Boeing 747 þannig að það hefur komið í ljós að pláss er fyrir bar, svefnherbergi og spilavíddis herbergi, það verður sko sannarlega lúxus að fljúga með flugvélinni þótt að maður þarf nú að borga heilmikið fyrir að fá bestu plássin og það er rétt hægt að ímynda sér hvað framkvæmdin á eftir að kosta!!
Þessi hugmynd kom reyndar fyrir 3 árum en núna eru menn að gera hana að veruleika. Boeing er líka með framtíðarverkefni, efninlega nýju 7E7, ári eftir að Airbus kom með sína hugmynd svöruðu Boeing með sinni hugmynd sem var hraðflaug sem átti að fljúga aðeins undir hljóðhraðanum og tók um 250 farþega en enginn vildi kaupa þessa hugmynd þannig að Boeing hefur snúið sér að 7E7 sem að á að taka um 200 farþega og er líka svona hraðflaug!!
Þetta er til að svara hinni gríðarlegu Airbus A380
Meira má lesa um þetta á heimasíðu Airbus www.airbus.com!!!
Kv. StingerS