Eftirfarandi upplýsingar eru teknar af hinni frábæru vefsíðu Flugskólans Flugsýnar. Sjá nánar <a href="http://www.flugsyn.is“ target=”_blank“>www.flugsyn.is</a>
Um Flugsýn
Flugskólinn Flugsýn ehf. var stofnaður í apríl 2000. Skólinn er stofnaður á grunni Flugskólans Lofts sem hafði starfað frá árinu 1995. Í byrjun var floti skólans 4 flugvélar sem allar komu frá Lofti en skólinn hefur keypt 4 flugvélar í viðbót. Þar af er ein komin í notkun hjá skólanum og hinar 3 verða teknar í nokun eftir áramót í áföngum fram á vor.
Einhverjir kunna að þekkja Flugsýnar nafnið frá árum áður. Eigandi skólans í dag, Jón Magnússon flugvélstjóri, var einn af eigendum gamla Flugsýnar. Það fyrirtæki starfaði frá 1960 til 1970, bæði sem flugfélag og flugskóli og lærðu margir flugmenn ”af eldri kynslóðinni“ hjá Flugsýn. Skólinn keypti á sínum tíma 4 nýjar vélar til landsins af gerðinni Piper Cherokee og þótti það djarfur leikur. Ein af þeim vélum er nú eign Flugskólans Flugsýnar, en það er vélin TF-TOE sem hét áður TF-AIT og má því segja að hún sé kominn heilan hring, aftur til föðurhúsana. Allar vélar Flugsýnar báru stafina AI-eitthvað, en vélar nýja Flugsýnar heita flestar TO-eitthvað og eru þeir stafir komnir frá Lofti og hefur verið ákveðið að halda sig við þá.
Flugskólinn Flugsýn byggir bæði á reynslu þeirri sem kom með starfsmönnum Lofts og svo reynslumiklum kennurum sem við skólan starfa ásamt nýjum hugmyndum og aðferðum við uppbyggingu námsins og kennslu. Síðasta sumar tók skólinn upp á því að bjóða upp á sumarnámskeið sem reyndust mjög vinsæl hjá t.d. framhaldsskólanemum og þeim sem eiga e.t.v. ekki möguleika á því að stunda bóklegt nám yfir veturinn. Skólinn hefur einnig tekið upp á þeirri nýbreitni að skipta bóklega náminu í tvo hluta. Við þetta lengdist námið örlítið, en mikið betri árangur hefur fengist af námskeiðunum. Árangur námskeiða hjá Flugsýn hefur aldrei farið undir 80%.
Flugskólinn Flugsýn kennir samkvæmt JAR stöðlum. Það þýðir að þeir sem stunda nám hjá skólanum fá það viðurkennt í þeim evrópu löndum sem eru JAR lönd. Nemandi getur þá hafið nám sitt á Íslandi, með því að taka t.d. einkalfugmannsnám hér, en klárað síðan nám sittn í Bretlandi eða Danmörkun svo dæmi sé tekið um önnur JAR-lönd. Þau réttindi sem neminn verður sér úti um gilda einnig í öðrum JAR löndum.
Til að fá vottun Flugmálastjórnar Íslands sem flugskóli þarf viðkomandi flugskóli að skila inn flugrekstrarhandbók og þjálfunarhandbók. Þar lýsir viðkomandi skóli hvernig hann ætlar að standa að rekstri fyrirtækisins og fyrirkomulagi námssins. Einnig þarf skólinn að skila inn nákvæmu fjárhagsyfirliti og áætlun sem skoðað er með tillitil til eiginfjárstöðu fyrirtækissins. Skólinn þarf að standast allar þessar skoðanir og ítarlega skoðun flugmálastjórnar á flugvélum skólans og öðrum aðbúnaði. Þegar skólinn er loks búinn að fá grænt ljós á öllum vígstöðvum er gefið út kennsluleyfi fyrir skólann.
Um viðhald Flugskólans Flugsýnar sér viðhaldsfyrirtækið Flugport ehf. Hjá Flugporti starfa 4 flugvirkjar í fullu starfi. Mikið er lagt upp úr því að tryggja vélum skólans gott viðhald og ekkert sparað til í þeim efnum enda er öryggi nemanda okkar og kennara meira virði en peningar.
Ef þú hefur áhuga á því að hefja nám hjá skólanum hvetjum við þig til að hafa <a href=”mailto:flugsyn@flugsyn.is“>samband</a> við skólann.
<hr>
Flugnám
Flugskólinn Flugsýn býður upp á verklegt og bóklegt einkaflugmannsnám, ásamt kennslu til næturflugsréttinda. Eftir að lágmarki 12 flugtíma tekur nemandinn Einflugspróf , en að jafnaði tekur það um 20 tíma. Þá tekur við einflug og flug með kennara á víxl þar til farið er í einkaflugmannspróf, en þá þarf nemandinn að hafa lokið að lágmarki 45 flugtímum og bóklegum prófum hjá Flugmálastjórn. Þar skilja leiðir á milli þeirra sem láta einkaflugmannsprófið nægja og þeirra sem halda áfram flugnámi til atvinnuflugmanns. Til að komast í atvinnuflugmannsnám þarf að safna tímum sem flugstjóri flugfars í það minnsta 100 tíma, en 200 í heildarflugtíma, og er hægt að leigja flugvélar Flugsýnar til þess. Eins er í ráði að vera með tveggja hreyfla flugvél til tímasöfnunar í náinni framtíð, ásamt atvinnuflugnámi.
<hr>
Verklegt enkaflugnám
Að mörgu er að hyggja við stjórnvöl flugvéla, sem helgast af hinu margvíða umhverfi andrúmsloftsins. Þess vegna er nauðsynlegt að hin verklega flugkennsla sé vönduð og vel skipulögð, og hæfir kennarar stundi kennsluna. Farið er yfir alla verklaga þætti flugsins , en þar má nefna auk ”venjulegs fugs" sem inniheldur flugtak, klifur, farflug, lækkun og lendingu.
Fyrirflugsskoðun
Undirbúningur fyrir flugtak
Hægflug
Talstöðvarsamskipti
Verklegar æfingar í loftinu (beygjur,ofris ofl)
Neyðarviðbrögð
Umferðarhringur yfir flugvöllum
Aðflug og lending
Flug í stjórnuðu og óstjórnuðu loftrými.
Umferð á grund, auk margra annarra þátta.
Allt flug fer fram eftir ströngum reglum. Við flugin er stuðst við svokallaða gátlista (Checklist) þar sem fram koma öll þau atriði sem alls ekki má gleyma.
<hr>
BÓKLEGT EINKAFLUGMANNSNÁM
Í bóklegu einkaflugmannsnámi skiptir miklu máli að stunda skólan vel, skila þeim verkefnum sem kennarinn leggur fyrir og sýna áhuga í tímum. Mjög góður árangur hefur verið af námsskeiðum hjá Flugsýn og meðaleinkunn faganna, og reyndar námskeiðanna í heild, alltaf mjög góð. Við tökum aldrei nema 12 nemendur á hvert námskeið sem tryggir það að nemandinn fái þá kennslu sem hann þarf á að halda. Kennt er í Árnagarði við Háskóla Íslands og hefur skólinn þar aðgang að mjög góðri aðstöðu.
Bóklegt einkaflugmannsnám við Flugskólan Flugsýn er frábrugðið námi við aðra skóla að því leiti að við skiptum námskeiðinu í tvo hluta, A og B hluta. Þetta er gert í þrennum tilgangi:
Til að nemandinn hafi minna til að einbeita sér að í einu - færri fög.
Að minnka álag á nemendur í próftörnum, bæði hjá flugskólanum og hjá Flugmálastjón
Að gefa nemendum tækifæri á því að hefja nám við skólan 6 sinnum á ári þar sem hægt er að byrja á hvorum hluta sem er.
Í heildina er bóklega námskeiðið um 150 kennslustundir. Námshluti A er um 78 kennslustundir og hluti B er um 72 stundir.
Hlutarnir skiptast þannig:
A hluti, 78 tímar:
Flugveðurfræði
Flugleiðsaga
Afkastageta og áætlanagerð
Flugheilbrigðisfræði
Verklagsreglur
B hluti, 72 tímar:
Flugeðlisfræði
Vélfræði
Lög og reglur um loftferðir
Fjarskipti og AIP
Landafræði
Að hverjum hluta loknum eru tekin skólapróf hjá Flugskólanum og svo próf hjá Flugmálastjórn. Til þess að mega fara í próf Flugmálastjórnar þar nemandinn að vera með 75% árangur í skólaprófunum . Sama árangurs er krafist hjá Flugmálastjórn. 80% mætingarskylda er í skólanum.
<hr>
Flugnemaréttindi - Sólópróf
Flugnemaréttindi, í daglegu tali nefnt sólópróf, hefst á því að nemandinn skráir sig í nám hjá flugskólanum. Nemandinn flýgur svo með kennara í lágmark 12 flugtíma, en venjan er að nemendur taki um 20 tíma fyrir prófið. Upp að þessu stigi er bókleg kunnátta eingöngu könnuð innan veggja skólans. Fyrir útgáfu skírteinis verður nemandinn að sækja um talstöðvarskírteini hjá Fjarskiptaeftirliti ríkisins, sakavottorð hjá lögreglustjóra, og fara með alla tilheyrandi pappíra, flugdagbók, læknisvottorð, og svo talstöðvarskírteinið, ásamt tveimur passamyndum, til Flugmálastjórnar þar sem hann fær útgefið flugnemaskírteini. Eftir það getur nemandinn flogið einn síns liðs undir leiðsögn flugkennara, þ.e.a.s. að flugkennari verður að samþykkja hvert flug flugnemans og gefa fyrirmælu um þær æfingar sem nemaninn á að gera.
<hr>
Einkaflugmannspróf
Til að fá Einkaflugmannspróf þarf :
Nemandi þarf að vera 17 ára að lágmarki.
1. Eða 2. Flokks heilbrigðisvottorð frá læknum flugmálastjórnar.
Að hafa staðist bóklegt einkaflugmannsnámsskeið hjá viðurkenndum flugskóla.
Samanlagt 45 flugtímar, sem skiptast í að lágmarki; 25 flugtímar í æfingaflugi með kennara á sl 24 mánuðum, þar af 5 flugtímar yfirlandsflug (cross country), 10 flugtímar einliðaflug (solo) þar af 5 flugtímar í yfirlandsflugi (cross country) eitt flug þar af að minnsta kosti 275 km. (150 NM) með viðkomu á tveimur flugvöllum frábrugðnum brottfaraflugvelli.
Að vera handhafi talstöðvarskírteinis gefið út af Póst og fjarskiptastofnun.
<hr>
Bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið (ATPL-theory)
Bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið á Íslandi er aðeins haldið hjá Flugskóla Íslands um þessar mundir. Eins og fyrirkomulagið er núna er CPL og ATP námskeiðið haldið saman og tekur námið þá einn vetur og kostar um hálfa milljón. Þegar hér er komið er allt námsefnið á ensku og spurningar efnisins koma úr sameiginlegum JAR-spurningabanka, þannig að allir sem taka CPL/ATP próf í JAR-landi, eru að taka sömu prófin. Nú græða þeir sem vönduðu sig í upphafi og eru með góða ensku, eðlisfræði og stærðfræðikunnáttu, auk þess að kunna vel skil á því efni sem kennt var á einkaflugmannsnámskeiðinu. Próftöku er öðruvísi háttað en á einkaflugmannsnámskeiðinu. Mestu munar þar um að sett er skilyrði um að minnsta kosti helming prófanna sé náð í fyrstu tilraun (a.m.k. 75% árangur í helming faga (papers)) og þá fær próftaki tvær tilraunir til viðbótar á þeim fögum sem hann náði ekki í fyrstu tilraun. Ef próftaki fellur í meira en helming faganna í fyrstu tilraun er ekki um neitt annað að ræða en að taka námskeiðið aftur. Ef próftaki fellur aftur á móti í prófi í þriðju tilraun, skal hann taka öll prófin aftur eins og um fyrstu tilraun væri að ræða, en þá þarf próftaki að hafa hlotið þjálfun í millitíðinni, Flugmálayfirvöldum þóknanlega.
<h