Mér finnst þetta fáránlegt og líklega fáheyrt nema í banana lýðveldum svo ég taki sterklega til orða.
Það er augljóst að ef maður má eiga von á því að vera rukkaður fyrir allskonar fáránlegan viðbúnað sem maður sem flugstjóri hefur alls ekki óskað eftir þá sleppir maður því að tilkynna neyðarástand ef maður verði var við smá reyk.
Sama skeður með flugfélög sem fljúga um flugstjórnarsvæði okkar, þau tilkynna einfaldlega breytingu á flugáætlun og að þeir lendi í Keflavík en ekki LAX eins og til stóð, þeir þusrfa sko ekki aldelis að útskýra hversvegna þeir gera það fyrir neinum öðrum en sínum yfirmönnum og ef flugstjórn spyr þá á bara að svara þeim “af því bara!”
Mér finnst óþolandi að nokkurt flugfélag sé rukkað fyrir að flugmenn þeirra vilja setja öryggið fremst og tilkynna PAN þó ekki sé neitt alvarlegt neyðarástand um borð.
Það er t.d. lítið mál að lenda B-777 á öðrum mótor og varla hægt að segja um neina neyð sé að ræða, hvað þá nauðlendingu eins og fréttir eru svo gjarnar á að segja. B-777 getur auðveldlega flogið langar leiðir á öðrum mótor og löglega í 210 mínútur ef ég man rétt, þannig að hún neyðist ekkert til að lenda, þetta er bara precautionary landing eða varúðarlending.
P.s. Afhverju færast ekki greinar, í Huga, sem eru mikið í umræðu “EFST” í greina dálk þegar einhver svarar grein einsog á pprune.org?
Chevrolet Corvette