Þetta er alveg skelfilegt sem er að gerast núna.
Íslandsflug að auglýsa eftir mönnum með 737 tékk sem þýðir að nokkrir af þeim sem voru að klára námskeið hjá flugskólanum verði ráðnir, og flugskólinn að sjálfsögðu búinn að auglýsa 737 námskeið sem byrjar í Janúar sem þýðir að þeir sem muni sitja það klára tímanlega fyrir Bláfugls ráðninguna.
Það er semsagt búið að leggja grunnin að því að maður fá ekki vinnu nema að maður kaupi tékkin í algerri óvissu með framhaldið.
Spáið í því að hvað þetta þýðir, það er alveg dagljóst að það fá aldrei allir vinnu sem kaupa tékkin, það mun alltaf einhverjir sitja eftir með 2.5 milj skuld og tékk sem þeir geta enganvegin endurnýjað á þess að hafa flogið vélinni reglulega.
Það er allt annað mál að borga tékkin ef að maður situr námskeið í nafni flugfélags og þannig öruggur um vinnu standist maður tékkin, en að það skuli vera að verða til fordæmi fyrir því að maður verði að kaupa tékkin uppá algera óvissu er skelfilegt.
Ég hef allavega hvorki efni né kjark til að fara þessa leið.
Ef þetta það sem koma skal þá er þetta skelfileg þróun.