Sælir hugar.
Langaði að koma því á framfæri að menn vandi það sem þeir láta frá sér. Menn hafa sterkar skoðanir á ákveðnum fyrirtækjum og stofnunum, og það er vel, en margt af því væri hægt að flokka sem ærumeiðingar eða árásir á viðkomandi aðila.
Ég vil alls ekki að þið takið því þannig að það sé verið að reyna að drepa niður umræðu eða ritskoða, því það er ekki löngun neins hérna að drepa þennan miðil. Hins vegar hafa borist kvartanir frá aðilum sem hafa leitað lögfræðiálits og þessir aðilar hafa sagt að ef umræðunni er ekki haldið á málefnalegum grunni, þá neyðist þeir til að fara eftir því áliti.
Endilega svarið þessu frá mér, ef þið hafið eitthvað að segja, en vinsamlegast ekki fara að einblína á hvaða stofnun eða fyrirtæki er undanfari þessarar greinar. Það eru mörg dæmi hérna þar sem menn hafa verið að velta fyrir sér hlutum, án þess að hafa í raun neitt fyrir sér.
Kv
Eggert Sæmundsson