Þar sem grein hans er eiginlega tvær greinar langar mig til að posta seinni hlutanum hans hérna sér.
Grizzly
Grein eftir Tinus, greinarskil eru eftir mig (grizzly)
Og svona til viðbótar við þá umræðu sem skapaðist hérna útaf greininni um atvinnumálin þá held ég að þar sem flug er mjög alþjóðlegt fyrirbæri og hvað varðar viðskipti í kringum flugið muni flugmenn hérna verða á sama keppnisvelli og flugmenn annarsstaðar.
Ekki það að þeir séu eitthvað verri eða betri en aðrir heldur að allt í kringum flugið muni ekki hafa nein landamæri, flugfélög muni koma til með að geta sótt sitt vinnuafl hvar sem er í heiminum að því gefnu að það uppfylli skilyrði sem samfélagið setur um kröfur til þeirra.
Í flugbransanum eins og á Íslandi með Flugleiðir (Icelandair) er ekki nein raunveruleg samkeppni við önnur flugfélög eins og er með fullri virðingu fyrir IcelandExpress. Helsta samkeppni Flugleiða eru félög í Evrópu og Norður Ameriku sem fljúga yfir Atlantshafði til Norður-Ameríku og öfugt, og sama má segja um Atlanta, ef þeirra samkeppnisaðilar hafa aðgang af ódýrara vinnuafli en þeir þá eru þeir ekki samkeppnishæfir og væru væntanlega ekki til lengur.
Ef Atlanta væri á annað borð með miklu lægri launakostnað en önnur félög sem þeir eiga í samkeppni við þá væru töluvert stærri en raun ber vitni. “Venjulegu” flugfélögin eru með alltof háan kostnað miðað við low-cost flugfélögin og þurfu hreinlega að lækka þennan kostnað ef þau eiga ekki að verða undir í samkeppninni (the Stongest will survive), og einn sá kostnaðarliður sem þau hafa mesta stjórn yfir er launakostnaður. Þau geta ekki haft mikil áhrif á eldsneytiverð, ytri öfl stýra því, og þau geta ekki fyllilega stjórnað viðhaldskostnaði því flugfélögum eru settar ákveðnar reglur varðandi þau málefni. Kostnaður við leigu og tryggingar fer eftir ytri öflum svo sem framboði og eftirspurn og almennu ástandi í heiminum (s.s. stríð).
Hvernig eiga “venjulegu” flugfélögin að geta keppt við low-cost flugfélögin ef þau eru að keppast um neytendur sem alltaf líta fyrst og fremst á verðmiðann á vörunni sem þeir eru að kaupa. Svarið er að þau verða að lækka hjá sér kostnað, og ein leið til þess að er að lækka hjá sér launakostnaðinn. Menn verða líka að spurja sig einnar spurningar. Værum við betur sett ef fyrirtæki eins og Atlanta eða Icelandair hyrfi (yrði gjaldþrota) bara sí svona út af því að það var ekki nógu samkeppnishæft og allir sætu eftir með brækurnar á hælunum, eða erum við betur sett ef þessi fyrirtæki starfa eins og þau gera nú í dag. Hvort er betra að allir missa vinnu sína eða nokkrir?
Ég er reyndar ekki sammála Goon um að það eigi borga flugmönnum eitthvað ákveðið og ekki krónu meir heldur á framboð af vinnuafli og eftirspurn eftir því að ráða laununum. Eins og staðan er í dag þá er framboðið bara miklu meira en eftirspurnin og þar af leiðandi er mögulegt fyrir Atlanta að fá flugmenn á þeim kjörum sem raun ber vitni. Ég er alveg viss um að ef það væri skortur á flugmönnum myndi Atlanta þurfa að borga meira en þeir gera í dag. Að setja eitthvað ákveðið verð á flugmenn er ekki raunhæft, heldur á bara að láta markaðinn ráða þessu.
Með von um góða umræðu,
Tínus.