En rétt fyrir aldamót samhliða því að áhugi fólks á flugi jókst,
þá náði módelflugið almennri útbreiðslu.
Í byrjun þá voru módelin svifflugur og var flugtími þeirra frekar stuttur, en það kom ekki að sök, þar sem að menn þekktu ekki annað. Upp úr þessu fór þróunin að verða örari og fljótlega voru teygjur notaðar til að knýja módelin.
Þá gátu þau flogið lengur en þrátt fyrir það þá höfðu menn ekki stjórn á þeim eftir að þeim var sleppt í loftið.
Þá fóru menn að athuga með það að notfæra sér útvarpstæknina
til að stjórna módelunum.
Fyrstu fjarstýringarnar fyrir flugmódel voru með eina rás og voru
þær mjög stórar. Þar sem að teygjuknúin módel réðu ekki við þyngslin sem voru samhliða þessum fjarstýringum þá fóru menn
að framleiða litla bensínmótora sem settir voru í módelin.
Með þeim var í fyrsta skipti hægt að stjórna flugmódeli á flugi og varð það til þess að mikil fjöldi fólks fékk áhuga á þessu sporti.
Þrátt fyrir það þá voru fjarstýringarnir grófar og gáfu bara færi á einni hreyfingu í sitthvora áttina, rafhlöðurnar voru kannski
0.5 - 1.0 kg að þyngd og útaf því þá voru fyrstu módelin stór,
þung og svifasein.
Næsta stóra uppfinningin var glóðarmótor sem gefur meiri kraft en bensínmótor miðað við lítið sprengirými.
Þeir ganga fyrir blöndu af: Methanóli, nítrói og laxerolíu.
Þetta leiddi til minni módela en jafnframt þá fór rafrásatæknin að
batna. Fljótlega fóru fjarstýringarnar að minnka og stjórnrásunum í þeim að fjölga.
Í byrjun var fjarstýring með öllu, rafhlöðum, servóum, móttakara og senditæki, hátt í 15 kg og þar af voru kannski 2.0 kg í
flugvélinni og bara ein stýrirás.
En núna eru algengustu fjarstýringar með 6-8 rásir og vega kannski með öllu 1.0 kg og þar af er 0.4 kg í módelinu.
Til að stjórna módelinu í loftinu eru notuð servó (stýriþrælar).
Þau eru ekkert annað en rafmótorar sem taka við boðum frá fjarstýringunni og eru tengd við stjórnfletina annað hvort með vírum eða teinum.
Algengustu byrjendamódelin eru með 4 servóum en þau allra flottustu geta verið með allt upp í 20 stykki.
Eins og allt annað í kringum okkur þá hafa fjarstýringar og rafmagnstæki verið að minnka í gegnum tíðina og er nú svo að minnstu módelin eru með vængahaf upp á 3.0 cm með einum stjórnfleti og mótorarnir ganga fyrir CO2.
Í módelum eins og öllu öðru í dag hefur tölvuvæðingin tekið yfir.
Núna er fullkomnustu teikniforrit(CAD)notuð til að hanna og teikna módel og tölvustýrðar vélar nota laser-geisla til að skera út efni í módel. Þá eru til flughermar fyrir módel eins og svo mörg önnur farartæki.
Farið var að smíða og fljúga flugmódelum á Íslandi um 1930. Til að byrja með var þetta frekar óformlegt en í kringum 1938 var stofnað klúbbur sem hafði það markaðmið að efla vitund almennings um módelflug. Það félagið lognaðist þó fljótlega útaf.
Eftir þetta voru nokkur félög stofnuð en ekkert þeirra entist.
Það var ekki fyrr en 1970 sem flugmódelfélagið Þytur var stofnað að skriður fór að komast á málin.
Frá þeim tíma hefur verið stöðugur áhugi og mikið um að vera í módelheimum.
Akureyringar tóku sig til fyrir nokkrum árum og stofnuðu flugmódelfélag og hefur það verið virkt allar götur síðan.
Suðurnesjamenn tóku sig til árið 1992 og stofnuðu
Flugmódelfélag Suðurnesja.
Akurnesingar komu fljótlega eftir það (1995) og
Flugmódelfélag Reykjavíkur var stofnað 1999.
Þessi samantekt er meira hugsuð til gamans en fræðslu og er þeim sem áhuga hafa á að fræðast meir um módelflug er bent á síður flugmódelfélaganna og flugvelli þegar fer að vora.
http://www.simnet.is/fms
http://www.thytur.is
Kv. svg