Í tilefni af þeirri umræðu sem hér hefur verið langar mig að varpa fram þeim hugmyndum sem ég held að þróunin í fluggeiranum eigi eftir að taka næstu árin eða áratugi.
Ég held að allir sem eitthvað þekkja til fluggeirans eru sammála um að þróun í tækni hefur verið gríðarleg allt frá því að fyrsta farþegavélin kom á markað til dagsins í dag. Tæknin hefur gert flugið öruggara en það sem áður var, jafnframt hefur tæknin ollið því að viss störf hafa duttið út og önnur komið inn, sem er eðlilegt þegar um tækniframfarir er að ræða. Mín skoðun er sú að með tíma og aukinni tækni munu flugvélar ekki vera með flugmenn í þeirri mynd sem við erum með í dag, heldur verður tæknin í fyrirrúmi. Ég held að við komum með að sjá mannlausar vélar, þ.e.a.s. flugvélar með engum flugmönnum. Nú veit ég að ekki eru allir sammála mér og vissulega munu einhverjir koma hérna og segja að ég sé bilaður og hafi ekkert vit á þessu, ég verð bara að taka því en þetta er ekki bara mín skoðun. Ég hef heyrt nokkra prófessora segja það sama, sem og menn sem eru með töluverða reynslu af flugi sem flugmenn. Ég tel að það verði samt þörf fyrir flugmenn en þá ekki um borð í vélunum heldur á jörðu niðri. Það er auðvitað margt sem þarf að þróast áður en þetta gerist, að mínu mati, eins og reglur um flug þurfa að breytast til að þetta sé mögulegt sem og hugsun almennings. En það er svo margt sem hefur breyst með aukinni tækni að þetta hljómar ekki svo langsótt. Nokkur dæmi sem ég vil nefna: Árið 1977 sagði þá forseti Digital Equipment Corp. Kenneth H. Olsen “Það er engin þörf fyrir tölvur á heimilum”, það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu rangt hann hafði fyrir sér. Ekki er mörgum sem hafði dottið í hug fyrir 15 árum að það yrði lítil þörf fyrir fólk sem selur flugmiða, annað hefur komið á daginn með komu Internetsins. Annað sem margir hafa sagt er að fólk mun aldrei fljúga í vél þar sem enginn flugmaður er, allt í lagi þetta er kannski rétt en mig langar að segja frá því að fólk fyrr á tímum fór ekki í lyftur nema það væri lyftuvörður! Ekki að þetta sé nákvæmlega það sama en þetta sýnir að hugsunarháttur fólks breytist með hverri kynslóð. Ég tel að þetta muni þróast svona: fyrst komum við til með að sjá fraktflutningavélar sem eru mannlausar, svo muni þetta þróast út í farþegavélar. Herinn er þegar farinn að nota mannlausar vélar við njósnir, og flest allt nýtt í sambandið við flugvélar hefur fyrst farið í gegnum herinn og svo fært sig yfir í einkageiran.
Það er til að mynda núna í dag verið að þróa kerfi sem á að gera “almenningi” kleyft að geta flogið sjálft stuttar vegalengdir á sinni einkavél. Við erum kannski eftir allt saman að sjá það rætast sem höfundar “Back to the future” myndanna datt í hug!
Þetta kerfi sem er verið að þróta heitir Small Aircraft Transportation System (SATS) og margar stofnarnir í Bandaríkjunum eru að taka þátt í því að þróa það, svo sem eins og NASA, háskólastofnanir, og flugvélaframleiðendur. Flugvélarnar sem er verið að þróa í kringum þetta verkefni eiga að vera “ódýrar” miðað við núverandi einkaflugvélar.
Flugvélarnar verða útbúnar:
§ 3D view of flight path, terrain, obstacles
§ Onboard computer with synthetic (gervigreind) vision
§ Satellite based navigation system
§ Digital avionics
§ Á að hafa sæti fyrir 4 til 10 manns, “flugmaður” meðtalin
§ Weather graphics
§ Traffic information
§ Reiðir sig ekki á ATC,
§ Flugvélin á að senda skilaboð til annara SATS flugvéla og ATC þannig að sá sem stjórnar vélinni þarf nánast ekki að gera neitt.

Florida verður það fylki í BNA sem verður notað fyrir tilraunir á þessu og nokkrir flugvellir hafa verið útbúnir til þessara tilrauna. Flugvélin á að geta ekið út á braut og tekið á loft sjálfkrafa. 10 prósent af flugvöllum í Flordia verða notaðir til tilrauna (og þeir eru margir) og þessar tilraunir er ÞEGAR hafnar og munu endast til 2005.
Hvaða áhrif hefur þetta?
Þetta á að minnka umferðateppur á jörðu niðri. Þetta minnkar þann tíma sem það tekur fyrir fólk að ferðast á milli staða, fyrirtæki munu njóta góðs af þessu. Starfsmenn fyrirtækja þurfa ekki að bíða í röðum á flugvöllum til þess að komast á áfangastað sinn, sem eykur framleiðni (productivity) hjá fyrirtækjum. Þetta þýðir líka að flugfélögin munu missa enn fleiri viðskiptafarþega frá sér sem eru þeir farþegar sem flugfélög hagnast mest á.
Hvernig mun þessi nýja tækni hafa áhrif á flugmannsstéttina?
Sérfræðingar sem eru að vinna að þessu verkefni segja að hver sem er á að geta flogið þessum flugvélum eftir að hafa lokið í mesta lagi viku löngu námskeiði. Flugvélin á að geta flogið alveg sjálf og flogið eftir ákveðnum leiðum sem verðar settar upp, einskonar “highway in the sky.” Sá sem er við stjórnvölin á að geta gripið inn í þegar honum hentar.
Ok, núna hef ég varpað fram minni skoðun á þessu og núna vil ég fá svör sem eru rökstutt ekki bara skítkast. Ég veit það er erfitt að spá framtíðinni og þess vegna geri ég mér alveg grein fyrir því að þetta gæti verið kolvitlaust hjá mér, en hey maður verður að vera með smá ímyndunarafl.
Og svona til viðbótar við þá umræðu sem skapaðist hérna útaf greininni um atvinnumálin þá held ég að þar sem flug er mjög alþjóðlegt fyrirbæri og hvað varðar viðskipti í kringum flugið muni flugmenn hérna verða á sama keppnisvelli og flugmenn annarsstaðar. Ekki það að þeir séu eitthvað verri eða betri en aðrir heldur að allt í kringum flugið muni ekki hafa nein landamæri, flugfélög muni koma til með að geta sótt sitt vinnuafl hvar sem er í heiminum að því gefnu að það uppfylli skilyrði sem samfélagið setur um kröfur til þeirra. Í flugbransanum eins og á Íslandi með Flugleiðir (Icelandair) er ekki nein raunveruleg samkeppni við önnur flugfélög eins og er með fullri virðingu fyrir IcelandExpress. Helsta samkeppni Flugleiða eru félög í Evrópu og Norður Ameriku sem fljúga yfir Atlantshafði til Norður-Ameríku og öfugt, og sama má segja um Atlanta, ef þeirra samkeppnisaðilar hafa aðgang af ódýrara vinnuafli en þeir þá eru þeir ekki samkeppnishæfir og væru væntanlega ekki til lengur. Ef Atlanta væri á annað borð með miklu lægri launakostnað en önnur félög sem þeir eiga í samkeppni við þá væru töluvert stærri en raun ber vitni. “Venjulegu” flugfélögin eru með alltof háan kostnað miðað við low-cost flugfélögin og þurfu hreinlega að lækka þennan kostnað ef þau eiga ekki að verða undir í samkeppninni (the Stongest will survive), og einn sá kostnaðarliður sem þau hafa mesta stjórn yfir er launakostnaður. Þau geta ekki haft mikil áhrif á eldsneytiverð, ytri öfl stýra því, og þau geta ekki fyllilega stjórnað viðhaldskostnaði því flugfélögum eru settar ákveðnar reglur varðandi þau málefni. Kostnaður við leigu og tryggingar fer eftir ytri öflum svo sem framboði og eftirspurn og almennu ástandi í heiminum (s.s. stríð). Hvernig eiga “venjulegu” flugfélögin að geta keppt við low-cost flugfélögin ef þau eru að keppast um neytendur sem alltaf líta fyrst og fremst á verðmiðann á vörunni sem þeir eru að kaupa. Svarið er að þau verða að lækka hjá sér kostnað, og ein leið til þess að er að lækka hjá sér launakostnaðinn. Menn verða líka að spurja sig einnar spurningar. Værum við betur sett ef fyrirtæki eins og Atlanta eða Icelandair hyrfi (yrði gjaldþrota) bara sí svona út af því að það var ekki nógu samkeppnishæft og allir sætu eftir með brækurnar á hælunum, eða erum við betur sett ef þessi fyrirtæki starfa eins og þau gera nú í dag. Hvort er betra að allir missa vinnu sína eða nokkrir?
Ég er reyndar ekki sammála Goon um að það eigi borga flugmönnum eitthvað ákveðið og ekki krónu meir heldur á framboð af vinnuafli og eftirspurn eftir því að ráða laununum. Eins og staðan er í dag þá er framboðið bara miklu meira en eftirspurnin og þar af leiðandi er mögulegt fyrir Atlanta að fá flugmenn á þeim kjörum sem raun ber vitni. Ég er alveg viss um að ef það væri skortur á flugmönnum myndi Atlanta þurfa að borga meira en þeir gera í dag. Að setja eitthvað ákveðið verð á flugmenn er ekki raunhæft, heldur á bara að láta markaðinn ráða þessu.

Með von um góða umræðu,

Tínus.