Þetta byrjaði sem svar við grein hér en ég ákvað að skrifa bara mína eigin grein. Mér hefur fundist vanta smá rökfræðilega hugsun í umræðurnar hér varðandi ráðningu Atlanta á erlendum flugmönnum. Ég hreinlega tárast við að sjá hvernig framtíð flugsins er ef það eruð þið sem eigið að taka við henni.

mér finnst þetta mjög jákvæð þróun :)

Íslenskir flugmenn hafa verið á of háu kaupi í gegnum tíðina.

Ég er ekki sammála því að ráða flugmenn utan EES svæðisins í vinnu hjá innlendum flugfélögum en samt sem áður skil ég það þegar íslenskir flugmenn ætlast til að fá allt að 700.000kr á mánuði í laun sem kapteinar.

Frá rekstarfræðilegum sjónarmiðum er bara rugl að ráða til sín íslenska flugmenn og við vitum allir að Atlanta er vel rekið fyrirtæki.

Því miður geta Iceland Air, Íslandsflug, Bláfugl og öll önnur íslensk flugfélög ekki ráðið til sín erlenda flugmenn til sín sem eru til í að vinna fyrir mun minni pening!

þannig að mitt álit er að þið ættuð að hætta þessu væli og sættið ykkur við það kauð sem þið eigið skilið að fá. Ef þið gerðuð það þá væri Atlanta einungis með innlenda flugmenn.

Það er ekki hægt að vitna í einhverja Flugmálastjórnar reglur og segja að þær séu fáránlegar vegna þess að erlendir flugmenn fá að fljúga hjá íslenskum félögum en þið fáið ekki að fljúga hjá flugfélögum í sama landi og þeir.

Segjum að þú þarft að grafa skurð í garðinum hjá þér og auglýsir eftir manni til að gera það. Tveir menn sækja um. Annar er Tyrki og hinn er íslendingur. Tyrkinn vill fá 200.000kr fyrir að grafa skurðinn en íslendingurinn vill fá 700.000kr.

Þið fóruð í skóla í 8mánuði….þið þurfið ekki einu sinna að hafa stúdentspróf lengur….það verður að skera niður kaupið hjá flugmönnum. Svo þetta er bara jákvæð þróun. Kapteinn um borð í B747 er ekkert merkilegri en almennur deildastjóri innan fyrirtækisins svo hann ætti ekki að fá hærra kaup en hann.

Ég segi TOPP 400.000kr á mánuði…..ekki krónu meira en það….farið allir í stéttafélagið og látið þá semja fyrir ykkur…og ég lofa ykkur að þið fáið vinnur og það verður enn meiri uppgangur í fluginu á Íslandi og svo ekki sé minnst á það að ég fái ódýrari flugmiða til Köben ;)

kv. GOON