Sælir.
Veit ekki hvort ég á að hætta mér út í umræðuna, en here goes.
Því miður verður að viðurkennast að GOON hefur ýmislegt til sýns máls, þótt mörgu sé ég ósammála, og ég reikna með að sumt sem hann segir sé orðað í þeim tilgangi að stuða.
Margir sem fara í flugnám eru ekki hæfir, og munu líklega aldrei verða ráðnir sem flugmenn. Það er bara staðreynd eins og með önnur nám, hvort sem það er lögfræði eða flug. Hins vegar veit ekki ekki hvaðann hann hefur þessa prósentuskiptingu 80-20, en efast, miðað við fólkið sem lærði með mér að sú tala sé nákvæm. Ef hún er í áttina, þá vona ég innilega að ég sé hluti af 20%.
Það er ekkert lögmál að laun eigi að lækka til þess að ná fram hagræðingu eða aukinni framleiðni. Þvert á móti ef GOON hefði eitthvað fyrir sér í starfsmannastjórnun, þá er það þverstæða almennt álitið líklegra til árangurs, en þó ekki algilt, og fer mikið eftir atvinnugreinum. Laun fara þó alltaf að miklu leiti eftir ábyrgð, og ábyrgð flugmanna er mikil, hvernig sem þú lítur á það. Mér er sama þótt þú berir það saman við strætóbílstjóra, það er einfaldlega ekki sambærilegt. Báðir “aka” dýru farartæki og hafa marka farþega, en þar endar líka það sem líkt er. Hraði, álag, flækjustig, medical, nám, og það að strætóbílstjóra nægir að ýta á eitt fótstig til að stoppa er bara nokkur atriði sem greina á milli.
Það að segja að 700.000 sé of mikið, er svipað og að segja að verkfræðingar séu yfirborgaðir, því Rannveig sé með mjög góð laun. Laun fara eftir starfsaldri, fyrirtæki, stærð vélar o.s.fr, og því ekki hægt að alhæfa að captainar séu með 700.000, frekar en verkfræðingar.
Það að alhæfa að “þið séuð skömm fyrir flugstéttina”, er ekki til þess að fá fólk til að lesa þín skrif og taka mark á þeim. Fólk fer í nám á mismunandi forsendum, hvort sem það er flunám eða eitthvað annað. Það er ekki hægt að dæma heila stétt út frá nokkrum einstaklingum. Ég er reyndar alveg viss um að lýsingar þínar á fólki sem fer í þetta nám eiga við of marga sem hafa farið í flugnám, en held eins og áður segir að það eigi við um allt nám.
Það er rétt að flestir pæla bara í því hvað miðinn kostar, og er því slétt sama hver flýgur vélinni. Hins vegar gilda á Íslandi ákveðnar reglur um menntun, og þá á líka við í verkfræði. Hvers lenskur viðkomandi er skiptir ekki megin máli, heldur að menntuninn sé fullnægjandi. T.d. er ekki nóg að læra hjúkrunarfræði í Danmörku, til að vinna sem hjúkka á Íslandi ef ég man rétt.
Allt nám getur reynst einum erfitt, og öðrum auðvelt. Eins getur það orðið misdýrt eftir einstaklingnum. Flugnám er ekki auðveldasta nám í heimi, en heldur ekki það erfiðasta. Og eflaust er það á margan hátt auðveldara en amk sum akademísk nám. Mér fannst námið sjálft ekkert rosalega erfitt og það er rétt, inntökuprófið var létt. Það voru FMS prófin og JAR sem voru að fara í taugarnar á mér (var reyndar í fyrsta JAR bekknum, og margt sem þurfti að fínpússa í kennslunni á þeim tíma). Það sem gerir flugið erfiðara en flest nám er sú staðfesta sem þarf að fylgja. Ekki misskilja mig, ef þú ætlar að verða t.d. læknir þá þarf staðfestu og dugnað, en í flugi er… veit ekki alveg hvernig á að koma orðum að þessu…. er ákveðið mótlæti, eða ákveðin gerð af niðurbroti, sem gerir það að verkum að menn verða niðurbrotnir á sálinni (eins og ég segi, veit ekki alveg hvernig á að útskýra þetta). Sérð þetta best á því að tala við einstakling sem var að útskrifast úr flugnámi annars vegar og t.d. verkfræði hins vegar. Það er allt önnur sýn að það sem tekur við hjá þessum tveimur. Sá flugmaður sem kemst yfir þessa svartsýni, meikar það, hinir að öllum líkindum ekki.
Ég tek ofan fyrir þeim sem getur verið í fullri vinnu með flugnámi, en hef því miður ekki hitt þann einstakling. Það er rétt að það er hægt að vinna með flugnámi, en það á reyndar við um flest nám, en þá, ef þú ætlar að stunda þinn skóla, er líklega best að vera í hlutastarfi
Það að segja að menn ættu að sækja uniformið hjá securitas, eins og að það að búningurinn skipti máli, er náttúrulega bara til að fólk taki minna mark á þér.
Að lokum GOON: Það eru margir áhugaverðir punktar í því sem þú hefur skrifað hérna. Hins vegar skemmir þú svolítið fyrir þér með orðavali og alhæfingum, en ef tilgangur greinarinnar var bara að stuða til að skemmta þér, þá er líklega tilganginum náð.
Látum þetta duga í bili.
eggertsae: Með stúdentspróf og bjartsýnn á framtíðina.