Núna á næstunni fer fram Íslandsmeistaramótið í vélflugi, sem samanstendur af flugrallý og lendingarkeppni. Þetta mót er fyir alla íslenska einkaflugmenn, hvort sem þeir fljúga mikið eða lítið.
Ottó Tynes er potturinn og pannan í að skipuleggja þetta mót, og hefur hann mikla reynslu af þvi að skipuleggja leiðir og halda utan um svona apparat. Nú eru tilbúnar leiðir, kort, planblöð, myndir og allt annað sem til þarf, nema hvað eitthvað skortir á þáttökuna.
Þetta mót er frábært tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt í fluginu, og sýna hvað maður getur. Allir þeir sem tekið hafa þátt eru sammála um að þetta sé hin besta skemmtun. Þar fyrir utan er hægt að vinna glæsileg verðlaun.
Eins og stendur er útlit fyrir að keppnin frestist um eina viku og verði sameinuð flugdegi og keppni um Pétursbikar á Selfossflugvelli. Menn hafa því viku í viðbót til að ákveða sig.
Hvort sem þið ætlið að taka þátt eða ekki hvet ég alla til að mæta á kynningarfund í FÍE heimilinu <B>föstudagskvöldið 22. ágúst kl. 20:00</B>.
F.h. mótsstjórnar
Kristbjörn Gunnarsson