Eðlisfræði er svo stór þáttur af fluginu, allavega skilningur á eðlisfræði, einu sinni fannst mér til dæmis stórskrýtið hvernig í ósköpunum flugvél færi að því að haldast á lofti, þangað til það var útskýrt fyrir mér. Ég varð ekkert smá fegin ;)
Hefur einhver hérna reynslusögu að deila með mér? Hvaða leið er best að fara, ég var að hugsa um að taka allan pakkann í einu (þ.e. atvinnuflugmanninn). Mælið þið með því að fara eitthvert út, t.d. til Bandaríkjanna og safna tímum? Er það nokkuð mál með fjölskyldu?
Úff…mér finnst ég svo græn, en einhverstaðar verður maður að byrja, ekki satt?
I´m a daydreamer and a daydream believer