Flugleiðir ætla að halda sinn eigin flugdag á
Reykjavíkurflugvelli nú á laugardaginn. Engir mega koma
nálægt þessum degi nema Flugleiðir og þeirra aðilar.
Engin önnur flug-fyrirtæki.
Þeir ætla einir og sér að halda upp á 100 ára afmæli flugsins.
Þetta fyrirtæki Flugleiðir, hefur nánast ekkert gert fyrir
fluguppbygginguna hér á landi nema ef þeir græddu beinlínis
á því. Ekkert gefið, aðeins þegið.
Stuðningur við flugskólana er nær enginn, stuðningur við
flugklúbbana er nær enginn.

Þetta er fyrirtækið sem nýtir stöðu sýna til að lokka þjálfaða
starfsmenn frá öðrum flug-fyrirtækjum.
Þetta er fyrirtækið sem fær sína bestu starfsmenn úr
flugklúbbum.
Biðji flugklúbbur um stuðning er þeim ekki svarað.
Biðji flugklúbbur um afslátt á flugmiða er svarið nei.

Nú vilja þeir fagna 100 ára flugsögu. Þar hafa þeir aðeins
verið þiggjendur.